XII.

Og þeir af Efraím tóku sig saman og gengu í mót norðri og sögðu til Jefta: „Því fórst þú í stríð í mót Amónsonum og kallaðir oss ekki so að vér færum með þér? Vér viljum uppbrenna þig og þitt hús með eldi.“ Jefta svaraði þeim og sagði: „Eg og mitt fólk höfðum eina stóra þráttan við Amónsonu og eg kallaði yður en þér veittuð mér ekki fullting af þeirra höndum. Og sem eg sá það að þér vilduð ekki fullting veita mér þá lagða eg mitt líf í háska og fór eg so á mót Amónsonum og Drottinn gaf þá í mína hönd. Því komi þér nú hér upp til mín að stríða í móti mér?“

Og Jefta safnaði saman öllum mönnum í Gíleað og barðist við Efraím. Og þeir menn í Gíleað slógu Efraím því þeir höfðu sagt: „Þér Gíleaðsmenn meðal Efraím og Manasse, þér eruð flóttamenn í Efraím.“ Og þeir Gíleaðsmenn tóku öll vöð á Jórdan fyrir Efraím. Þá þeir flóttamenn af Efraím nú sögðu: „Lát mig fara hér yfir um þá sögðu Gíleaðsmenn til hans: „Ert þú einn af Efraím?“ En ef hann svaraði: „Nei“ þá báðu þeir hann að segja „Sjibbólet“ en hann sagði „Sibbólet“ og gat ekki nefnt það rétt. So gripu þeir hann og slógu í hel þar hjá Jórdans vaði. So þar féllu í þann tíma af Efraím tvær og fjörutígi þúsundir. [ En Jefta dæmdi Ísrael í sex ár. Og Jefta af Gíleað andaðist og var grafinn í sínum stað í Gíleað.

Eftir hann varð dómandi yfir Ísrael Ebsan af Betlehem. Hann átti þrjátígi sonu og þrjátígi dætur gaf hann út og hann tók þar fyrir utan þrjátígi dætur til sinna sona. Og hann var dómari yfir Ísrael sjö ár og deyði og var grafinn í Betlehem. [

Eftir hann var dómari í Ísrael Elón, einn af ætt Sebúlon, og hann var dómandi yfir Ísrael í tíu ár og andaðist og var grafinn í Ajolon í landi Sebúlon. [

Eftir hann dæmdi Abdón son Híllel yfir Ísrael af Píretaón. Hann átti fjörutígi syni og þrjátígi sonarsyni hverjir að riðu á sjötígi asnafolum og hann dæmdi Ísrael átta ár. [ Og hann andaðist og var jarðaður í Píretaón í landi Efraím á fjalli Amalek.