XXIIII.

Sjá þú, Drottinn sýndi mér tvær fíkjukarfir settar úti fyrir musterinu Drottins eftir það þá eð Nabagodonosor konungurinn af Babýlon hafði í burt flutt Jechoniam son Jóakím konungsins Júda meður höfðingjum Júda, trésmiðum og hagleiksmönnum af Jerúsalem og flutt þá til Babiloniam. [ Í þeirri einni körfinni voru mjög góðar fíkjur so sem að eru þær hinar fyrstu fullvaxnar fíkjur. Í hinni annarri körfinni voru mjög illar fíkjur að þær voru öngvum etandi, so illar voru þær. Og Drottinn sagði til mín: Jeremia, hvað sér þú? Eg sagði: „Fíkjur, þær góðu fíkjurnar eru mjög góðar og hinar vondu eru mjög vondar að þær eru eigi étandi, so illar eru þær.“

Þá skeði orð Drottins til mín og sagði: [ So segir Drottinn Guð Ísraels: Líka sem að þessar fíkjurnar eru góðar so vil eg náðarsamlegana taka þá að mér sem fangaðir eru af Júda hverja eg hefi burt látið fara af þessum stað í þeirra Caldeis land. Og eg vil líta náðarsamlegana til þeirra og innflytja þá aftur í þetta land og eg vil uppbyggja þá en ekki niðurbrjóta, eg vil gróðsetja þá en ekki uppræta og eg vil gefa þeim það hjarta að þeir skulu þekkja mig það eg sé Drottinn og þeir skulu vera mitt fólk, þá vil eg og vera þeirra Guð. Því að þeir munu snúa sér af öllu hjarta til mín.

En líka sem að þær vondu fíkjurnar eru so vondar það enginn kann að eta þær, segir Drottinn, so vil eg útgefa Zedechiam konunginn Júda og hans höfðingja og það hvað eftir er orðið til Jerúsalem og í þessu landi og þá sem búa í Egyptalandi. Eg vil tilsenda þeim ógæfu og láta þá ekki vera í neinu kóngaríki á jörðu so að þeir skulu skömm verða og að orðskvið og frásögu og að bölvan í öllum stöðum þangað sem eg mun í burt reka þá. Og eg vil á meðal þeirra senda sverð, hungur og drepsótt þangað til að þeir foreyddir verða út af því landi sem eg hefi gefið þeim og þeirra forfeðrum.