Lofkvæði Salomonis

I.

Hann kyssi mig með kossi síns munns því að þín brjóst eru lystilegri en vín, svo að menn lukti þinn góða smyrslailm. Þitt nafn er sem útfljótanda viðsmjör, þar fyrir elska þig yngismeyjarnar.

Drag mig eftir þér, þá hlaupum við. Kóngurinn færði mig í sitt herbergi. Vér kætunst og gleðjum oss yfir þér, vér þenkjum meir til þinna brjósta heldur en til nokkurs víns, þeir réttvísu elska þig.

Eg er dökk en þó mjög prýðileg, þér dætur Jerúsalem, so sem tjaldbúðirnar Kedar og so sem vefnaðartjöld Salomonis. Skoðið mig ekki að eg er so dökk því að sólin hefur brennt mig. Synir minnar móður eru mér reiðir, menn hafa sett mig að eg skyldi vera geymslukona víngarðsins en eg geymda ekki minn víngarð þann eg hafði.

Láttu mig vita hvern þín sála elskar, hvar þú fæðist, hvar þú hvílir um miðdaginn, so eg gangi ekki hingað og þangað, hjá samfélagi þinna hjarðargeymslumanna.

Þekkir þú þig ekki, þú hin fegursta á meðal kvennanna, so gakktu á sauðanna fótspor og fæð þína kjarnhafra hjá húsum hirðaranna.

Eg jafna þér, mín kærasta, við mitt riddaralið í pharaonis vögnum. Þín kinnbein standa lystilega í milli spanganna og þinn háls í milli keðjanna. Vér viljum gjöra þér gylltar spangir með silfurnöglum.

Þá kóngurinn sneri sér hingað gaf minn nardus sinn ilm. Minn vin er sem mirrubindini hangandi á millum minna brjósta. Minn vin er mér sem ein copherþrúga í víngarðinum til Engedí.

Sjá, mín kærasta, þú ert fögur, já fögur ertu, þín augu eru sem dúfuaugu. Sjá, minn vin, þú ert fagur og prýðilegur. Vor sæng er græn, vorir húsbitar eru af sedrustré og vorar sperrur af sypressusviði.