XXVIII.

Ómildur maður [ flýr þó enginn elti hann en réttlátur maður er hughraustur sem eitt ungt león.

Fyrir synda sakir landsins verða mörg umskipti höfðingstéttanna en sakir þeirra manna sem að eru vitrir og skynsamir þá eru þeir lengur.

Einn fátækur maður sá eð styggir sér vesallri er líka sem ákafaregn það jarðarinnar ávöxt ónýtir.

Þeir sem lögmálið forláta lofa hinn ómilda en þeir sem það halda eru honum mótþykkir.

Vondir menn hugsa ekki um réttinn en þeir sem leita Drottins taka það allt til vara. [

Fátækur maður gangandi fram í sínum einfaldleik er betri en ríkur maður sá eð á röngum vegi gengur. [

Hver han varðveitir lögmálið það er hygginn sonur en einn uppsvelgjari skammar sinn föður.

Hver hann eykur sín auðæfi með okri og ávinning sá samandregur þau til fátækra manna nytsemdar. [

Hver sem eyra sitt fráhverft gjörir til að heyra lögmálið, þess bæn er bölvanleg.

Hver hann afvegaleiðir réttvísa menn á vondan veg, sá mun detta í sína gröf en þeir réttferðugu munu erfa hans góss.

Einn ríkur maður þykist hygginn en fátækur maður skynsamur rannsakar hann. [

Nær eð réttlátir menn hafa yfirvald fer harla vel fram en þegar ómildir drottna hverfist allt um fyrir mönnum. [

Hver hann leynir sínum misgjörðum þeim mun það ekki vel vegna en sá sem þær meðkennir og fyrirlætur mun miskunn öðlast.

Sæll er sá sem jafnan óttast Guð en sá sem harðsvíraður er mun falla í ólukku.

Einn ómildur yfirboði sá eð stjórnar fátækum lýð það er grenjandi león og hungrað bjarndýr. [

Nær eð nokkur höfðingi er fyrir utan skynsemd þá ske mikil rangindi en hver ágirni hatar hann mun lengi lifa.

Einn maður sá eð rangindi gjörir á blóði nokkrar sálar hann mun ei hjálpast þótt hann flýði allt ofan til helvítis.

Hver einfaldlega framgengur mun hjálpast en sá sem á röngum vegi gengur mun í einu hrapa.

Hver á sínu akri erfiðar hefur brauðs nægð en sá sem iðjuleysinu eftir fylgir hefur nóglega armóð. [

Trúr maður verður mikillega blessaður en sá sem flýtir sér að verða ríkur mun ei saklaus blífa. [

Manngreinarálit er ekki gott að hafa því að fyrir sakir eins brauðbita syndgar hann. [

Hver hann ástundar ríkdóm og er öfundsjúkur hann veit ekki að hann skal ólukku ske.

Hver hann ávítar nokkurn mann hann mun eftir það hylli finna með þeim sama meir en hinn sem í eyrun fagurt talar.

Hver hann tekur nokkuð frá föður sínum og móður og segir það vera öngva synd sá er félagi fordjarfarans. [

Dramblátur maður kveikir deilur en sá sem treystir á Drottin mun hjálpast.

Hver hann treystir á sitt hjarta sá er heimskur og sá sem skynsamlega framgengur mun umflýja.

Hver hann gefur fátækum mun öngva þörf þola en sá sem sínum augum frávíkur hann mun mjög fordjarfast. [

Þegar ómildir upprísa þá leyna sér mennirnir en þegar þeir fyrirfarast þá fjölgar réttláta.