LXXXVII.

Lofsöngur sona Kóra.

Styrklega er hún grundvölluð upp á heilögum fjöllum, Drottinn hann elskar portin Síon fram yfir allar tjaldbúðir Jakob.

Dýrðarlegar fagnir verða í þér prédikaðar, þú borgin Guðs. Sela.

En eg mun [ Rahab og Babel prédika láta að þær skuli meðkenna mig. [ Sjá þú, Philistei og Tyri með þeim Blálendingum munu þar fæddir verða.

Til Síon mun sagt vera það allsháttaðir menn skuli þar fæddir verða og það hann sá Hinn hæðsti grundvalli hana.

Drottinn hann mun prédika láta í allsháttuðu tungumáli so það einnin nokkrir skulu þar [ í þeim stað fæddir verða. Sela.

Og þeir söngvararnir svo sem dansmennirnir munu allir syngja í þér, einn sem annar.