II.

Af því þér vitið, kærir bræður, vorn inngang til yðar það hann er eigi ónýtur verið heldur so sem vér höfðum áður til forna margt liðið og háðung þolað til Philippenses (sem að þér vitið) þó vorum vér samt og áður alldjarfir í vorum Guði hjá yður að tala evangelium Guðs í stórri baráttu. [ Því vor áminning hefur eigi verið til villudóms né til óhreinleiks né með vélum heldur eftir því vér erum af Guði reyndir það oss er tiltrúað að prédika evangelium so tölu vér, eigi sem vildu vér mönnum þóknast heldur Guði sem vor hjörtu reynir.

Því að vér höfum aldrei neitt sinn með smjaðrunarorðum umgengið (sem að þér vitið) og eigi með nokkru ágirndartilefni (Guð er þess vottur) og eigi heldur leitað neinnrar vegsemdar af mönnum, hvorki af yður né af öðrum. [ Vér hefðum mátt gjöra yður þyngsli sem aðrir apostular. Heldur vorum vér ástúðlegir hjá yður líka so sem önnur fóstra þá elur börn sín og so höfðu vér góðvild af hjarta til yðar og vorum viljugir til að hlutskipta við yður, eigi alleinasta Guðs evangelium heldur jafnvel voru lífi, fyrir því að vér höfum yður ástfólgna.

Þér minnist vel, kærir bræður, vors erfiðis og vorrar mæðu. [ Því að dag og nótt erfiðuðum vér so að vér veittum öngvum nein þyngsl á meðal yðar og prédikuðum hjá yður evangelium Guðs. Þess eru þér vottar og Guð (þér sem trúaðir eruð) hversu heilaglega, réttferðuglega og óstraffanlega vér vorum hjá yður. So sem að þér vitið hvernin að vér höfum hvern sem einn afyður so sem faðirinn sín börn áminnt og huggað og það vottað að þér skylduð verðuglega ganga fyrir Guði þeim yður hefur kallað til síns ríkis og sinnar dýrðar. [

Fyrir það þökkum vér einnin Guði óaflátanlega það þér þann tíð þér meðtókuð af oss það orð guðlegrar prédikunar þá meðtóku þér það eigi so sem mannanna orð heldur (eftir því það sannarlega er) sem Guðs orð, það einnin verkar í yður þér sem trúið. Því að þér eruð eftirfylgjarar vorðnir, kærir bræður, Guðs söfnuðum í Judea í Christo Jesú so það þér hafið það sama liðið af yðrum náfrændum sem hinir af Gyðingum, hverjir einnin Drottin Jesúm hafa líflátið og þeirra eigin spámenn og hafa oss ofsótt og þóknast ekki Guði og eru öllum mönnum gagnstaðlegir, tálma oss að segja heiðingjum það þeir megi afhjálpast so að þeir uppfylli sínar syndir alls staðar því að reiðin er endilega yfir þá komin.

En vér, kærir bræður, með því að oss hefur stíað verið í frá yður um stundar sakir eftir yfirliti og þó eigi eftir hjartanu, þá höfum vér þess framar flýtt oss yðart auglit að sjá af stórri þreyjan. Fyrir það höfum vér viljað til yðar koma (eg, Páll) tvisvar sinnum en Satan hefur hindrað oss. Því að hver er vor von eður fögnuður eður kóróna hrósunarinnar? Eru þér það eigi fyrir vorum Drottni Jesú Christo í hans tilkomu? Já, þér eruð vor vegsemd og fögnuður.