CX.

Sálmur Davíðs.

Drottinn sagði mínum Drottni: [ „Set þú þig til minnar hægri handar þangað til að eg legg þína óvini til skarar fóta þinna.“

Drottinn mun útsenda spíru þíns ríkis af Síon, drottna þú á meðal þinna óvina.

Eftir þína sigurvinning mun þitt fólk viljuglegana offra þér, út heilögum skrúða, þér munu þín börn fæðast so sem döggfall út af morgunroðanum.

Drottinn hann hefur svarið og þess iðrast hann ekki: [ „Þú ert einn kennimaður eilíflegana eftir skikkan Melkísedek.“

Drottinn til þinnar hægri handar, hann mun sundurslá konungana á tíma sinnar reiði.

Hann mun dæma meðal heiðinna þjóða, hann mun marga við velli leggja, hann mun sundurslá höfuðin yfir mörgum löndum. [

Út af [ læknum á veginum mun hann drekka, þar fyrir mun hann höfuðið upphefja.