II.

So styrk þig nú, son minn, í náðinni sem er fyrir Christum Jesúm. Og í því sem þú hefur af mér heyrt fyrir marga vitnisburði bífala það trúum mönnum, þeim sem tilhæfilegir eru að læra aðra. En þú vert herkinn sem góður kappi Jesú Christi. Enginn stríðsmanna vefur sig í neinnri veraldlegri sýslan upp á það hann þóknist þeim hinum sama sem meðtók hann. Og þótt nokkur berjist verður hann ekki jafnsnart kórónaður nema hann berjist réttilega. [ En sá akurkarlinn sem akurinn erjar skal fyrstur neyta af ávextinum. Merk hvað eg segi. En Drottinn mun gefa þér skilning í öllum hlutum.

Haf í minni Jesúm Christum hver upp aftur er risinn í frá dauðum út frá sæði Davíðs eftir mínu evangelio, yfir hverju eg líð allt til bandanna svo sem illvirki. En Guðs orð eru ekki bundin. Fyrir því þoli eg allt sakir útvaldra upp á það þeir auðlist einnin hjálpræðiði í Christo Jesú með eilífri dýrð.

Þetta er sannarlega satt: Ef vér deyjum með þá munum vér með lifa, þolu vér so munu vér með ríkja, ef vér afneitum þá mun hann einnin afneita oss, trúum vér ekki þá blífur hann þó trúfastur því han kann ekki sér sjálfum að afneita. Þetta áminn þú og vitna fyrir Drottni það þeir hafi ekkert orðgjálfur hvert öngu nýtt er nema til fráhverfingar þeim sem tilheyra.

Kostgæf að auðsýna þig Guði réttilegan og óstraffanlegan verkmann sá er rétt í sundurkljúfi orðið sannleiksins. [ Fáfengilegt hégómahjal flý þú því að það styrkir mikið til óguðlegs athæfis og þeirra orð þá eta um sig sem annar krabbi, meðal hverra er Hýmeneus og Fíletus, hverjir sannleiknum hafa frávillst, segjandi upprisuna skeðna vera og hafa svo sumra trú umsnúið. [

En styrk grundvallan Guðs stendur stöðug, hafandi þetta merki: „Drottinn kenni þá sem eð hans eru“ og: „Hver sá fráskiljist ranglætinu sem ákallar nafn Christi.“ Í stóru húsi eru ekki alleinasta kerin af gulli og silfri heldur einnin af tré og leiri, sum til heiðurs, sum til vanæru. Og ef að nokkur hreinsar sig í frá þvílíkum mönnum sá mun vera heilagt ker húsherranum til heiðurs handtéranda og til alls góðs verks reiðubúið.

Flý þú girndir æskunnar en eftirfylg réttlætinu, trúnni, kærleiknum, friðnum, með þeim öllum sem ákalla Drottin af hreinu hjarta. En fávíslegar og vanvirðilegar spurningar flý þú því að þú veist að þær ala þráttanir. En þjónustumanni Drottins tilheyrir ekki að þræta heldur vingjarnlegum að vera við alla og kenningasömum, sá er vonda umliðið getur með hógværi og straffa þá sem þrálátir eru, ef að Guð gæfi þeim eitthvað sinn yfirbót sannleikinn að viðurkenna og endurvitkaðir verða úr djöfulsins snöru, af þeirri þeir herleiddir eru til hans vilja.