XVI.

Á því sextánda og tuttugasta ári Assa kóngs þá dró Baesa Ísraels kóngur út í mót Júda og byggði upp Rama að hamla Assa kóngi að fara út og inn. [ En Assa tók af þeim fésjóðum sem voru í Drottins húsi og so í kóngsins húsi, silfur og gull, og sendi til Benhadad kóngsins í Syria hver að bjó í Damasco og lét segja honum: „Þar er sáttmál í milli mín og þín og milli míns og þíns föðurs. Þar fyrir hefi eg sent þér silfur og gull að þú slítir vináttu við Baesa Ísraels kóng svo hann víki frá mér.“

Benhadad hlýddi orðsendingu Assa kóngs og sendi sína stríðshöfðingja á móti Ísraels stöðum og þeir slógu Ejon, Dan og Abel Maím og alla Neftalí kornstaði. En sem Baesa heyrði það þá hætti hann að byggja Rama og lét af sínum gjörningi. Síðan tók kóng Assa allan Júdaher til sín og lét draga þá steina og þá viðu frá Rama með hverju Baesa ætlaði að byggja staðinn en Assa byggði af þessu efni Geba og Mispa. [

Á þeim tíma kom Hanaí spámaður til Assa Júdakóngs og sagði til hans: „Sökum þess að þú settir þitt traust til kóngsins af Sýrlandi en treystir ekki upp á Drottin þinn Guð, þar fyrir er kóngsins her af Syria sloppinn úr þinni hendi. [ Eða voru ekki þeir hinu blálensku og þeir af Libia einn ofurmáta mikill mannfjöldi með vögnum og riddaraliði? Þó gaf Drottinn þá í þínar hendur því að þú settir þitt traust á hann. Því augu Drottins sjá alla jörðina og hann styrkir þá sem trúa á hann af öllu hjarta. Fávíslega gjörðir þú, þar fyrir munt þú héðan í frá hafa ófrið.“ En sem Assa heyrði þessi orð varð hann reiður við spámanninn, lét taka hann og setja í myrkvastofu því að honum mislíkaði mjög við hann vegna þess sem hann gjört hafði. Og Assa [ niðurþrykkti nokkru af fólkinu á þeim tíma.

En kóngs Assa gjörningar, bæði þeir fyrstu og hinu síðustu, sjá, þeir eru skrifaðir í Júda- og Israeliskónga bók. Og Assa fékk fótaverk og varð sjúkur þar af á því níunda og þrítuganda ári hans ríkis og hans krankdómur jókst meir og meir. Og hann leitaði ekki Drottins í sínum sjúkdómi heldur læknara. Svo sofnaði Assa með sínum feðrum og andaðist á hinu fyrsta og fertugasta ári síns kóngdóms og var jarðaður í sinni gröf, þeirri hann lét sjálfur gjöra í Davíðsstað. Og þeir lögðu hann í sína rekkju hverja þeir höfðu áður fyllt með góðum reykelsisilm og tilbjuggu allsháttuð dýrleg smyrsl eftir smyrslamakarans kunnáttu og gjörðu stórt bál yfir honum.