Og sá fyrsti dagur í þeim sjöunda mánuði skal kallast heilagur hjá yður so þér skuluð koma til samans. [ Öngvan erfiðisgjörning skulu þér gjöra á honum. Það er yðar lúðrahátíð. [ Og þér skuluð færa brennifórnir Drottni til eins sæts ilms: Einn ungan uxa, einn hrút, sjö vetrargömul lömb án lýta, þar til þeirra matoffur: þrjá tíundaparta hveitimjölssarla mengað með oleo til uxans, tvo tíundaparta til hrútsins og einn tíundapart til hvers lambs af þeim sjö lömbum, og einn kjarnhafur til syndaoffurs til einnar forlíkunar fyrir yður, fyrir utan mánaðarins brennioffur og matoffur með þeirra drykkjaroffri eftir þeirra skikkan, til eins sæts ilms. Það er Drottni eitt offur.

Sá tíundi dagur í þeim sjöunda mánuði skal og helgur kallast hjá yður að þér skuluð koma til samans. Og þér skuluð þjá yðar líkami og ekkert erfiði þá fremja. En þér skuluð offra Drottni brennifórn til eins sæts ilms: Eitt ungt naut, einn hrút, sjö lömb ársgömul án lýta, og þeirra matoffur: þrjá tíundaparta hveitimjölssarla mengað með oleo til nautsins, tvo tíundaparta til hrútsins og svo einn tíundapart til hvers af þeim sjö lömbum, þar til einn hafur til syndaoffurs, fyrir utan forlíkunar syndaoffur, og það daglega brennioffur með sínu matoffri og með þeirra drykkkjaroffri.

Sá fimmtándi dagur í þeim sjöunda mánuði skal kallast helgur hjá yður að þér skuluð koma til samans. [ Þér skuluð ekkert erfiði fremja á þann dag og þér skuluð halda hátíð Drottins í sjö daga [ og skuluð offra Drottni brennioffri til sætleiks offurs fyrir Drottni: Þrettán unga uxa, tvo hrúta, fjórtán lömb ársgömul án lýta, og þeirra matoffur: þrjá tíundaparta hveitimjölssarla mengað með oleo til hvers uxa af þeim þrettán og tvo tíundaparta til hvers hrúts af þeim tveimur og einn tíundapart hveitimjölssarla til hvers lambs af þeim fjórtán, þar til einn kjarnhafur til eins syndaoffurs, að auk þess daglega brennioffurs með sínu matoffri og með þeirra drykkjaroffri.

Annan daginn tólf unga uxa, tvo hrúta, fjórtán lömb ársgömul án lýta, með þeirra matoffri og drykkjaroffri til uxanna, til hrútanna og til lambanna, í þeirra tölu, eftir setninginum, þar til einn kjarnhafur til syndaoffurs, að auk þess daglega brennioffurs með sínu matoffri og með þeirra drykkjaroffri.

Á þeim þriðja degi ellefu uxa, tvo hrúta, fjórtán lömb ársgömul fyrir utan lýti, með þeirra mataroffri og drykkjaroffri til uxanna, til hrútanna og til lambanna, í sinni tölu, eftir siðvenju, þar til einn hafur til syndaoffurs, að auk þess daglega brennioffurs með sínu matoffri og drykkjaroffri.

Á fjórða degi tíu uxa, tvo hrúta, fjórtán lömb ársgömul án lýta, með þeirra matoffri og drykkjaroffri til uxanna og hrútanna og til lambanna, í þeirra tölu, eftir vana, þar til einn hafur til syndaoffurs, fyrir utan það daglega brennioffur með sínu matoffri og drykkjaroffri.

Á fimmta degi níu uxa, tvo hrúta, fjórtán lömb ársgömul án lýta, með þeirra mataroffri og drykkjaroffri til uxanna, til hrútanna og til lambanna, í þeirra tölu, eftir siðvenju, þar til einn hafur til syndaoffurs, fyrir utan það daglega brennioffur með sínu matoffri og drykkjaroffri.

Á sjötta degi átta uxa, tvo hrúta, fjórtán lömb ársgömul án lýta, með þeirra matoffri og drykkjaroffri til uxanna, hrútanna og til lambanna, í þeirra tölu, eftir siðvenju, þar til einn hafur til syndaoffurs, að auk þeirrar daglegrar brennifórnar með sínu matoffri og drykkjaroffri.

Á sjöunda degi sjö uxa, tvo hrúta, fjórtán ársgömul lömb án lýta, með þeirra matoffri og drykkjaroffri til uxanna, til hrútanna og til lambanna, í þeirra tölu, eftir siðvenju, þar til einn kjarnhafur til syndaoffurs, fyrir utan þá daglega brennifórn með sínu matoffri og drykkjaroffri.

Á áttunda degi skal vera samkoma. Þér skuluð öngva vinnu þá fremja. Og þér skuluð offra brennifórnir til eins sæts ilms fyrir Drottni: Einn uxa, einn hrút, sjö lömb ársgömul án lýta, með þeirra matoffri og drykkjaroffri til uxanna, hrútanna og til lambanna, í þeirra tölu, eftir siðvana, þar til einn kjarnhafur til syndaoffurs, fyrir utan þá daglega brennifórn með sínu matoffri og drykkjaroffri.

Slíkt skulu þér gjöra Drottni á yðrum hátíðum, fyrir utan það sem þér hafið lofað og af frjálsum vilja gefið til brennioffurs, matoffurs, drykkjaroffurs og þakkaroffurs.“ Og Móses sagði Ísraelssonum allt þetta sem Drottinn hafði boðið honum.