XXIIII.

Nú sem Saul kom aftur frá þeim Philisteis var honum þegar sagt: „Sjá, Davíð er nú í eyðimörku Engeddí.“ [ Jafnsnart útvaldi Saul þrjár þúsundir ungra manna af öllum Ísrael og fór að leita Davíðs og hans manna um þá vegu brattra bjarga að [ skógdýrum einum var fært fram að komast. En sem hann kom að nokkrum fjárbyrgjum á veginum þá varð fyrir honum einn hellir. Og Saul gekk þar inn að [ hylja sína fætur. En Davíð og hans menn leyndust í þeim sama hellir innarlega.

Þá sögðu menn Davíðs til hans: „Sjáðu, nú er sá dagur kominn af hverjum Drottinn hefur sagt þér: Sjá, eg vil gefa þinn óvin í þínar hendur so þú mátt nú gjöra honum hvað þig lystir.“ [ Davíð stóð upp og sneið svo hljóðlega eitt laf af skikkju Saul. En sem hann hafði skorið þetta af Sauls skikkju þá gramdist hann sjálfum sér og sagði til sinna manna: „Drottinn láti það vera langt frá mér að eg skuli það gjöra að leggja mína hönd á minn herra, þann smurða Drottins, því að hann er er Christur Drottins.“ Og Davíð mýkti hugi sinna manna með þessum orðum og lét þá ekki ráða á Saul.

Nú sem Saul gekk út af hellirnum og fór á sinn veg þá stóð Davíð upp og gekk út af hellirnum og kallaði eftir Saul og sagði: „Minn herra kóngur!“ Saul leit aftur. Og Davíð féll allur til jarðar, tilbað og sagði til Saul: „Því hlýðir þú þeirra manna orðum sem so segja: Davíð situr um líf þitt. Sjá, þín sjálfs augu sjá það á þessum degi að Drottinn hafði gefið þig í mínar hendur í hellirnum. Og það var sagt að eg skyldi slá þig í hel. En nú sér þú að eg hlífða þér því eg sagða: Eigi vil eg leggja mína hönd á minn herra því hann er sá smurði Drottins.

Minn faðir, sjá, hér er eitt speld af þinni skikkju í minni hendi til merkis að eg vildi ekki slá þig í hel þá eg skar þetta speld af þinni skikkju. Gættu nú að og sjáðu að þar er ekkert illt í minni hendi, ei heldur nokkur misgjörningur. Eg hefi og ekki syndgast í móti þér og þú situr um líf mitt. Sé Drottinn dómari millum mín og þín og hefni mín á þér en mínar hendur skal eg ei leggja á þig. Menn plaga að segja í gömlum orðskvið: Af ómildum kemur illska, en mín hönd skal ekki koma yfir þig. Eftir hverjum leitar þú, kóngur Ísrael? Hvörn eltir þú? Einn dauðan hund? Einasta eina fló? Drottinn dæmi millum þín og mín og sjái til og útrétti mína sök og frelsi mig af þinni hendi.“

En sem Davíð hafði úttalað þessi orð við Saul þá svaraði hann: „Davíð, minn son, er það ekki þín rödd?“ Og Saul upphóf sína raust grátandi og sagði til hans: [ „Þú ert réttlátari en eg. Það góða hefur þú auðsýnt mér en eg hef sýnt þér hið vonda. Og nú hefur þú auðsýnt mér í dag hversu vel að þú hefur gjört við mig að Drottinn hafði gefið mig í þínar hendur en þú drapst mig ekki. Hvernin mun nokkur finna sinn óvin og láta hann fara góðan veg frá sér? Drottinn umbauni þér góðu fyrir þennan dag það þú hefur gjört mér. Sjá nú, eg veit að þú munt verða kóngur og Israelis kóngsríki stendur í þinni hendi. Svo sver mér nú við Drottin að þú viljir eigi uppræta mitt sæði eftir mig og ei afmá mitt nafn af míns föðurs húsi.“ Og Davíð sór Saul. Síðan fór Saul heim en Davíð og hans menn fóru aftur í sitt vígi.