Þú skalt gjöra búðina af tíu sparlaksdúkum af hvítu tvinnuðu silki, af gulu silki, af skarlati og purpura. [ Og kerúbím skaltu gjöra kostulega þar uppá. Hvör dúkur skal vera átta og tuttugu álna langur og fjögra álna breiður og allir þeir skulu vera jafnir og skulu ætíð fimm festast til samans hver við annan. Og þú skalt gjöra nestur af gulu silki í hvört horn og jaðar dúkanna þar sem þeir skulu festast til samans, að ætíð sé festir tveir og tveir til samans í hornunum. Þar skulu vera fimmtygi nestur á hverjum dúk so að hvort megi festast við annað. Þú skalt og gjöra fimmtygi gullkróka að festa tjöldin saman með hvört við annað svo þar verði ein tjaldbúð af.

Þú skalt og gjöra eitt hárklæði af geitahári yfir tjaldbúðina af ellefu dúkum. [ Og hver dúkur skal vera þrjátygi álna langur og fjögra álna breiður, og þessir ellefu dúkar skulu vera jafnstórir. Fimm skaltu tengja til samans og sex til samans, svo þú gjörir þann sjötta dúkinn tvefaldan á framanverðri tjaldbúðinni. Og þú skalt gjöra fimmtygi lykkjur á jöðrunum á hverjum dúk til að festa þá saman með á jöðrunum. Svo skaltu og gjöra fimmtygi messingarkróka og láta krókana í lykkjurnar so að tjaldið tengist saman með því og verði ein tjaldbúð. [

En þeir dúkar sem afgangs eru af tjaldinu, þá skaltu hengja hálfpart út yfir tjaldbúðina eirnrar álnar sítt á báðar síður, so að það sem afgengur skal vera við hlið tjaldbúðarinnar og þekja hana á báðar síður. Þú skalt og gjöra þak yfir allt þetta af rauðlituðum hrútskinnum og so enn eitt þak þar utan yfir af greifingsskinnum. [

Þú skalt og gjöra fjalir til tjaldbúðarinnar af trjám setím sem standa mega, tíu álna löng skal hvör fjöl vera og hálfrar annarrar álnar breidd. [ Og hver fjöl skal hafa tvo titta so að hvör fjöl megi föst verða við aðra. So skulu allar fjalir vera gjörðar til tjaldbúðarinnar. Tuttugu skulu standa fyrir sunnan fram og skulu hafa fjörutygi silfurfætur undir sér, og tveir fætur undir hvörri fjöl hjá hennar tveimur tittum. Svo skulu og tuttugu fjalir standa fyrir norðan fram á þeirri annarri síðu og fjörutygi silfurfætur og tveir fætur undir hverri fjöl. Síðan skaltu gjöra sex fjalir á bak við tjaldbúðina til vesturs. So skaltu og gjöra tvær fjalir þar til baka á þeim tveimur hornum tjaldbúðarinnar, að hvörjar hornfjalir sé samanfestar neðan og ofan til líka so festar til samans með einum sinkli. Og þær fjalir skulu vera átta með þeirra silfurfótum sem eru sextán, tveir fætur undir hverri fjöl.

Þú skalt og gjöra stengur af trjám setím til fjalanna, fimm við þá eina síðu á tjaldbúðinni og fimm til fjalanna við þá aðra síðu á tjaldbúðinni og fimm til þeirra fjala á bak við tjaldbúðina í vestur. [ Og þú skalt stinga stöngunum mitt í fjalirnar og koma þeim öllum til samans, frá því einu horni og til þess annars. Og þú skalt búa fjalirnar með gulli og so gjöra hringana af gulli og stinga stöngunum í þá. Þú skalt og búa stengurnar með gull. So skaltu uppreisa tjaldbúðina eftir þeirri mynd sem þú sást á fjallinu. Þú skalt og gjöra eitt fortjald af gulu silki, guðvef, skarlati og purpura og hvítu tvinnuðu silki. [ Þar uppá skaltu með hagleik gjöra kerúbím og hengja það á fjóra stólpa af trjám setím sem eru búnir með gull, hafandi gullknappa og fjóra fætur af silfri. Og þú skalt festa fortjaldið til samans með krókum og setja vitnisburðarörkina fyrir innan fortjaldið, svo það sé yður eirn aðskilnaður á millum þess heilaga og þess allra heilagasta. [

Og þú skalt setja náðarstólinn uppá örk vitnisburðarins inn í það allraheilagasta. [ En borðið skaltu setja fyrir framan fortjaldið og kertistikuna þvert yfir frá borðinu, á þá syðri síðu í tjaldbúðinni, en borðið standi fyrir norðan fram.

Þú skalt og gjöra eitt klæði fyrir dyrnar á tjaldbúðinni ofið með gulu silki, purpura, skarlati og hvítu tvinnuðu silki. Og gjör fimm gulllega stólpa til sama klæðis af trjám setím með gullknöppum. Og þú skalt steypa til þeirra fimm koparfætur.