V.

Gamlan straffa ekki heldur áminn hann sem föður, unga sem bræður, aldraðar konur sem mæður, ungar sem systur með öllu hreinlífi. [

Ekkjurnar heiðra þær sem réttar ekkjur eru. En ef ekkja hefur börn eður barnabörn þá lát hana fyrst læra sínu eigin húsi guðlega að stjórna og foreldrunum líkt aftur að gjalda því að þar er vel gjört og þakknæmt fyrir Guði. En þar er sannarleg ekkja sem einsömun er og sína von setur upp á Guð og staðnæmist í bænum og ákalli dag og nótt. [ En hún sem í bílífi lifir er lifandi dauð. Og bjóð þetta upp á það þær séu óstraffanlegar. En ef einhver rækir ekki sitt sérdeilis sín hjú, sá hefur afneitað trúnni og er vantrúuðum verri.

Lát öngva ekkju útveljast sem er fyrir innan sextigi ára og verið hefur eins manns eiginkona og hefur vitnan góðra verka það hún hefur sín börn vel upp alið, það hún hafi gestrisin verið, það hún hafi heilagra fætur þvegið, það hún hafi harmþrungnum lífsnæring veitt, það hún hafi til allra góðra verka kostgæfin verið. En ungar ekkjur varast þú því nær þær taka [ lauslátar að gjörast í gegn Christo þá vilja þær giftast, hafandi sinn dóm það þær hafa hina fyrstu trú brotið. En jafnframt þessu eru þær gagnlausar og læra um hús að hlaupa. En þær eru eigi alleinasta gagnlausar heldur einnin orðugar og forvitnar og tala það sem ekki hæfir.

Því vil eg það ungar ekkjur giftist, ali börn, heimilinu forstöðu veiti og gefi mótstandaranum ekkert tilefni það hann megi formælingar sök hafa. Því að þar eru þegar nokkrar frá horfnar, andskotanum eftirfylgjandi. En ef einhver trúaður maður eða trúuð kvinna hefur ekkjur veiti hann þeim sömu framfærslu og láti söfnuðinn ekki þvingaðan verða svo að þær sem sannar ekkjur eru mættu nægð hafa.

Þeir öldungar sem vel forstanda haldist tvefaldlegs heiðurs verðugir, sérdeilis þeir sem erfiða í orðinu og lærdóminum. Því að Ritningin segir: „Eigi skaltu tilbinda múlinn á erjanda nauti,“ [ og: „Verkmaðurinn er síns kaups verðugur.“ [ Í móti öldungi átakst ekkert klögumál án vitnisburðar tveggja eður þriggja. Þá sem syndgast straffa fyrir öllum upp á það hinir aðrir hafi ótta af.

Eg votta fyrir Guði og Drottni Jesú Christo og útvöldum englum það þú varðveitir þetta án eiginlegs hugboðs, ekkert gjörandi fyrir vináttu. Legg eigi bráðlega hendur yfir nokkurn. Samlaga þig ekki annarlegum syndum. Geym þig sjálfan hreinferðugan. Hér eftir drekk ekki vatn heldur iðka lítils víns fyrir þíns maga sakir ogþað þú oftsinnis ert sjúkur.

Sumra manna syndir eru opinberar so að vér kunnum þær fyrirfram að dæma en sumar verða hér eftir á opinberar. Líka einnin sumra góðverk eru fyrirfram opinber og hinna annarra blífa ekki niðri byrgð.