XIIII.

Þetta er það orð sem Drottinn sagði til Jeremia út af hallæristíðinni: [ Júda hún liggur herfilegana, hennar borgarhlið standa aumlega, það gengur sárgrætilega til í landinu og þar er einn mikill þurrkur í Jerúsalem. Hinir stóru senda þá hina smá eftir vatninu en nær eð þeir koma til brunnsins þá finna þeir þar ekki neitt vatn og þeir bera sínar vatsskjólur tómar heim aftur. Þeir ganga sorgfullir og harmþrungnir og vefja um sín höfuð, þar fyrir að jörðin í sundur springur af því það rignir ekki á jörðina. Akurkarlarnir ganga sorgbitnir og vefja um sín höfuð. Því að einnin hindurnar sem kelfa á skógunum yfirgefa kálfana af því að þar vex ekki neitt gras. Villidýrin standa á hábjörgunum og snapa eftir veðrinu so sem þeir drekarnir og gefast upp af því að þar vaxa ekki neinar grasajurtrir.

Ah, Drottinn, vorir misgjörningar hafa það fullu forþénað en þú, hjálpa þó fyrir sakir þíns nafns sakir það vor óhlýðni er mikil með hverri vér höfum syndgast á móti þér. [ Þú ert Ísraels huggunartraust og þeirra nauðhjálpari. Því hegðar þú þér so líka sem að værir þú einn gestur í landinu og so sem einn framandi mann hver eð þar ekki dvelst nema um nætursakir? Hvar fyrir hegðar þú þér so sem einn öflugur mann huglaus og so sem risi sem ekki kann hjálp að veita? En þú, Drottinn, ert þó á meðal vor og vér nefnunst eftir þínu nafni. Yfirgef þú oss ekki.

So segir Drottinn um þetta fólk: [ Þeir hlaupa fegnir hingað og þangað og eru ekki gjarnan heima. Þar fyrir þá þóknast þeir ekki Drottni heldur minnist hann nú á þeirra misgjörning og vill heimvitja þeirra synda. Og Drottinn sagði til mín: Þú skalt ekki biðjast líknar fyrir þetta fólk því þó að þeir enn föstuðu þá vil eg ekki heldur heyra þeirra bæn og þó að þeir beri enn fram brennifórnir og mataroffur þá þóknast mér það ekki heldur vil eg í burt slíta þá með sverði, hungri og drepsótt.

Þá sagði eg: [ Aha, Drottinn! Drottinn, sjá þú: Prophetarnir segja þeim: „Engin sverð munu þér sjá og ekki neitt hallæri hafa í hjá yður heldur mun eg gefa yður góðan frið í þessum stað.“ Og Drottinn sagði til mín: Þeir prophetar spá faslklega í mínu nafni. Eg hefi ekki útsent þá og ekki boðið þeim það og eigi talað við þá. Þeir prédika fyrir yður falslegar sjónir, útskýringar, afguðadýrkanir og sín hjartans svikræði.

Þar fyrir segir Drottinn so um þá propheta sem spá í mínu nafni, þá sem eg hefi þó ekki útsent og þeir prédika þó samt, að þar skuli ekki neitt sverð né nein hallæristíð koma í þetta land: Svoddan prophetar skulu deyja fyrir sverði og hungri og það fólk sem þeir spá þessu skal liggja af sverði og hungri hér og þar á strætunum til Jerúsalem so að enginn mun greftra þá, líka einnin þeirra kvinnur, synir og dætur, og þeirra illgirni vil eg so útausa yfir þá.

Og þú skalt segja þeim þetta orð: Mín augu þau fljóta í tárum dag og nótt og linna ekki því að sú jungfrúin, dótturin míns fólks, er hræðilegana pláguð og herfilegana slegin. Gangi eg út á völlinn, sjá þú, so liggja þar þeir eð í hel slegnir eru með sverðum. Komi eg inn í staðinn þá liggja þar þeir eð máttlausir eru af hungri. Því að þeir prophetarnir og einnin líka prestarnir hljóta í burt að fara út í eitt annað land hvert eð þeir þekkja eigi.

Hvert hefur þú þá í burt kastað Júda eða hefur þín sála viðbjóð til Síon? [ Hvar fyrir hefur þú þá slegið oss so það enginn kann að lækna oss? Vér vonuðum að það skyldi friður vera, þá kom þar ekkert gott, vér vonuðum það vér skyldum heilbrigðir verða, en sjá þú, að þá er þar enn meiri skemmd. Drottinn, vér meðkennum vort óguðlegt athæfi og misgjöði vorra forfeðra það vér höfum syndgast á móti þér. En fyrir þíns nafns sakir þá láttu oss ekki til skammar verða. Láttu ekki það tignarsætið þinnar dýrðar spottað verða. Minnstu á það og lát þinn sáttmála ekki endast við oss. Þar eru þeir öngvir afguðir á meðal heiðingjanna sem kunna að gefa og himinninn kann eigi heldur að láta rigna. Þú ert þó sá Drottinn vor Guð á hvern vér vonum það þú kannt allt þetta að gjöra.