CXXV.

Lofsöngur í hákornum.

Hverjir eð treysta á Drottin þeir munu ekki falla heldur eilíflegana staðfastir blífa líka sem fjallið Síon.

Kringum Jerúsalem eru fjöll og Drottinn hann er í kringum sitt fólk, nú og allt héðan í frá að eilífu.

Því að ríkisspíra hinna óguðlegra mun ekki blífa yfir flokkinum réttferðugra, það hinir réttlátu útþenji ekki sínar hendur til ranglætisins.

Drottinn, gjör gott til þeim góðfúsu og réttferðugum af hjarta.

En hina sem fráhverfa á sína rangsnúna vegu þá sömu mun Drottinn burt drífa með illgjörðamönnum. En friður sé yfir Ísrael.