XXXVII.

En þá eð kóngurinn Ezechia heyrði þetta reif hann sín klæði og tók á sig hryggðarbúning og gekk inn í hús Drottins og sendi Eljakím hofmeistara og Sebna canzelerinn með þeim elstu kennimönnum með hryggðarbúningi klædda til prophetans Esaia sonar Amos að þeir segði til hans: [ „So segir Ezechia: Þetta er einn dagur hörmungar, ströffunarinnar og háðungarinnar og er ei ólíkt sem þá börnin eru að mestu að fæðingu komin en þar er enginn kraftur til að fæða. Að Drottinn Guð þinn vildi nokkuð heyra þau orðin Rabsake hvern eð hans herra kóngurinn af Assyria hafði hingað sent til að lasta þann lifanda Guð og til að lýta hann með svoddan orðum sem það Drottinn Guð þinn hefur heyrt og það þú vildir einn bænastað upphefja fyrir þeim sem eftir eru og enn verða fundnir!“

Og þjónustumenn kóngsins Ezechia komu til Esaia. En Esaias sagði til þeirra: „Segið þetta yðrum herra: Drottinn segir so: Vertu ei hræddur fyri þeim orðum sem þú hefur heyrt, með hverjum sveinar kóngsins af Assyria hafa niðrað mér. Sjá þú, eg vil gjöra honum eitt annað hugarfar og hann skal fá það nokkuð að heyra það hann dragi heim aftur í sitt land og í sínu landi mun eg láta hann fyrir sverði falla.“

En þá eð Rabsake kom aftur fann hann kónginn af Assyria stríðandi í móti Líbna. Þvi að hann hafði heyrt það hann væri í burt dreginn frá Lakís því þar kom það rykti af Tírhaka Blálandskóngi sem sagði: [ „Hann er útdreginn til að stríða á móti þér.“

Þá eð hann heyrði nú það sendi hann boð til Ezechia og lét segja honum so: „Segið Ezechia kónginum í Júda þetta: Láttu ekki þinn Guð tæla þig, upp á þann eð þú treystir og segir það Jerúsalem muni ekki gefin verða í hendur kónginum af Assyria. Sjá þú, þú hefur heyrt hvað kóngarnir af Assyria hafa gjört öllum löndum og foreytt þeim og þú skyldir frelsaður verða? Hafa nokkuð guðarnir heiðinna þjóða frelsað þau löndin sem mínir feður hafa fordjarfað, sem er Gósan, Haran, Resef og synir Eden til Telassar? [ Hvar er sá kóngurinn til Hamat og sá kóngurinn til Arpad og sá kóngurinn borgarinnar Sefarvaím, Hena og Íva?“

Og þá eð Ezechia hafði tekið við bréfinu af sendiboðanum og lesið það gekk hann upp í hús Drottins og breiddi það út þar fyrir Drottni. Og Ezechia baðst fyrir til Drottins og sagði: [ „Drottinn Sebaót, þú Guð Ísraels, þú sem situr upp yfir kerúbím, þú einn ert Guð yfir öllum kóngaríkjum á jörðu, þú hefur skapað himin og jörð. Drottinn, hneig þú þín eyru og heyrðu það, upplúk þínum augum, Drottinn, og sjá þú. Heyr þú öll orð Senakeríb sem hingað hefir sent til að lasta þann lifanda Guð. Sannindi eru það, Drottinn, að kóngarnir af Assyria hafa í eyði lagt öll kóngaríki með þeirra skattlöndum og hafa þeirra goðum í eld kastað því að þeir voru öngvir guðir heldur mannanna handaverk, stokkar og steinar, og þeir eru í sundurbrotnir. En nú, Drottinn Guð vor, hjálpa þú oss út af hans hendi so það öll kóngaríkin á jörðu reyni það að þú alleina sért Drottinn.“

Þá sendi Esaias sonur Amos til Ezechia og lét segja honum: „So segir Drottinn Guð Ísraels: Um það þú hefur beðið mig vegna kóngsins Senakeríb af Assyria, þá er þetta hvað er Drottinn segir af honum: Jungfrúin dóttir Síon hún forsmár þig og hæðir að þér og dótturin Jerúsalem hristir höfuðið eftir þér. Hvern hefur þú lastað og skamað? Yfir hvern hefur þú þína raust upphafið og upphafið þín augu í móti? Þeim heilaga í Ísrael. Fyrir þína þjónustumenn hefur þú Drottni háðung tillagt og sagt: Fyrir þann fjöldann minna hervagna em eg hér uppdreginn á hæðir fjallanna við þá síðuna Líbanon og hefi afhöggvið hans hávan sedrusvið með hans útvöldum grenitrjánum og em so kominn yfir um hæðirnar til enda skógarins inn í landið. Eg hefi uppgrafið og drukkið vötnin og eg hefi með mínum fótsporum uppþurrkað öll þau hin niðribyrgðu vatsbólin.“

En hefur þú ekki heyrt það eg fyrr meir gjörða so og það eg breytta so forðum daga og gjöri nú so einnin, það sterkar borgir verði niðurbrotnar í grjóthrúgur og það þeirra innbyggjendur verði veikir og skelfdir og til skammar gjörðir og að þeir verði að túngrasi og grænum jurtrum líka sem annað húsagras á ræfrum uppi hvert eð uppvisnar áður en það er fullvaxið? En eg þekki vel þína bústöðu, þína útgöngu og inngöngu og þína grimmdaræði á móti mér. En með því að þú ólmast so á móti mér og það þín drambsemi er hér uppkomin fyrir mín eyru, af því þá mun eg setja einn hring í þínar nasir og eitt beisl í þinn munn og leiða þig þann sama veg heim aftur sem þú komst hingað.

En það sé til merkis að þú eth þetta árið hvað innkomið er, það annað árið hvað sjálft vex, það þriðja árið niðursáið og uppyrkið, plantið víngarða og etið þeirra ávöxtu. [ Því að þeir hinir frelsuðu af húsi Júda og þeir hinir eftirblífnu munu enn aftur rótfestast undir sig og yfir sig ávöxt bera. Því að af Jerúsalem munu enn út ganga þeir sem eftir eru vorðnir og þeir hinir frelsuðu af fjallinu Síon. Svoddan mun gjöra vandlætingin Drottins Sebaót.

Þar fyrir segir Drottinn so af kónginum í Assyria: [ Hann skal ekki koma í þessa borg og hann skal þar öngri pílu að skjóta og enginn herskjöldur skal þar fyrir koma og öngvan virkisvegg skal hann í kringum hana gjöra heldur skal hann aftur snúa þann sama veg sem hann kom hingað so að ekki komi hann í þessa borg, segir Drottinn, það eg vil vernda þessa borg so að eg hjálpi henni minna vegna sjálfs og vegna míns þjóns Davíðs.“

Þá fór engill Drottins út og sló í herbúðum Assyrys hundrað fimm og áttatígi þúsundir manna. [ Og þá eð þeir stóðu upp snemma um morguninn, sjá þú, þá lá þar alls staðar fullt með dauða líkami. Og kóngurinn af Assyria, Senakeríb, svipti herbúðum og fór í burt og sneri heim aftur og bleif til Níníve. Og það skeði so þá eð hann baðst fyrir í húsi Nísrok guðs síns þá slógu hann synir hans Adramelak og Sareser meður sverði og þeir flýðu í landið Ararat og hans sonur Asserhaddon varð kóngur í hans stað.