CXLII.

Menntan Davíðs. Til að biðja. Þá eð hann var í hellirnum.

Meður minni raust kalla eg til Drottins, með raust minni grátbæni eg til Drottins. [

Eg úthelli mínu máli fyrir honum og kunngjöri fyrir honum mína neyð.

Nær eð minn andi er út í ánauð staddur þá meðtak þú mig. Þeir leggja snörur á veginn fyrir mig þar eð eg upp á geng.

Skoða þú til hægri handar og sjá, þar vill enginn þekkja mig, eg kann og ekki umflýja, enginn er sá að hirðir um mína sálu.

Drottinn, til þín kalla eg og segi: Þú ert mín hjálparvon, mitt hlutskipti á jörðu lifandi manna.

Hygg að minni kveinkan því að eg verð næsta þvingaður, frelsa þú mig í frá mínum ofsóknurum því að þeir eru mér of megtugir.

Leið mína sálu út af [ dýflissunni so að eg þakki þínu nafni. Hinir réttferðugu munu safnast til mín nær eð þú gjörir mér gott til.