XII.

Hver sig lætur gjarna hirta mun hygginn verða en sá er agalaus vill vera blífur heimskur.

Hver sá sem góður er hann fær huggun af Drottni en mótrþóaður maður hann verður fyrirdæmdur.

Óguðrækilegt athæfi stoðar manninum ekki en rót réttlátra blífur stöðug.

Ein þrifnaðarsöm kona er síns manns kóróna en óþrifin kona er rotnun í hans beinum.

Hugsanir réttlátra eru réttferðugar en uppsátur ómildra eru svikul.

Orð ómildra til vegar koma blóðsúthellingu en munnur réttlátra frelsar þar í frá.

Óguðrækir menn verða kollvarpaðir og eru ekki lengur en hús réttlátra stendur stöðugt.

Hyggins manns ráð verður prísað en hrekkir verða til skammar.

Hver ekki er mikils virtur og geymir síns er betri en sá eð mikill vill vera og er brauðs vant. [

Hinn réttláti aumkar sín kvikindi sem hann nautnar en hjarta óguðrækins manns er miskunnarlaust. [

Hver á sínum [ akri arfiðar mun brauðs gnægð hafa en hver hann elskar iðjuleysi, sá er heimskur.

Hinn ómildi hefur lysting á að gjöra skaða en rót réttlátra færir ávöxt.

Illur maður verður gripinn í sínum falsklegum orðum en réttlátur maður umflýr neyðina.

Margt gott fær einn fyrir munnsins ávöxt og eftir því sem hendurnar hafa forþént verður manninum endurgoldið.

Heimskum manni líka vel sínir siðir en sá er vitur sem hlýðir góðu ráði.

Heimskur maður sýnir fljótt sína reiði en hver hann byrgir með sér háðungina sá er forsjáll.

Hver hann sannsögull er talar rétt en einn ljúgvottur svíkur. [

Hver [ óforsjállega framfer stingur sem eitt sverð en tunga hygginna manna er heilnæm.

Sannsögull munnur stendur ævinlega stöðugur en lygin tunga umbreytist skjótlega.

Þeir svíkja sem nokkuð illt ráð leggja en þeir sem til friðarins eggja gjöra fögnuð.

Réttlátan mann mun ekki neitt hryggja en ómildir munu fyllast af ólukku.

Lygnir munnar eru Drottni svívirðing en þeir sem trúlega handtéra líka honum vel.

Forsjáll maður leynir viskunni en hjarta fávísra í ljósi lætur heimskuna.

Iðin hönd mun drottna en sú sem löt er hlýtur iðjulaus toll að gjalda.

Hryggð í hjartanu krenkir manninn en eitt vingjarnlegt orð gleður hann.

Réttvís maður hefur [ betra en hans náungi en vegur ómildra blekkir þá.

Einum iðjulausum lukkast ekki sín handling en iðinn maður verður auðigur.

Á vegi réttlætisins er lífið og á réttum [ götustíg er enginn dauði.