II.

Vei þeim sem hugsa að gjöra skaða og þeir sem ástundan hafa í sænginni að gjöra piltskap og að fullgjöra hann so snemma sem dagar því þeir hafa magtina! Þeir hrifsa akrana til sín og taka þau hús sem þá girnir á og gjöra so ofríki á hvers manns heimili og hvers manns arfi. Þar fyrir segir Drottinn so: Sjá þú, eg hugsa þessari kynslóð illt undan hverju að þér skuluð ekki skjóta yðar hálsum og þér skuluð ekki ganga svo lengur drambsamlegana fram því það skal verða ein vond tíð.

Á þeim tíma skulu menn gjöra einn málshátt um yður og klaga: „Það er útgjört“ skulu menn segja, „vér erum hrapaðir. Landið míns fólks fær einn annarlegan herra. Nær skal Guð skipta þeim ökrum aftur sem hann hefur tekið frá oss?“ Já vel, þér skuluð öngum hlut eftir halda í samkundu Drottins.

Þeir segja: „Menn skulu ekki láta [ drjúpa það soddan dropar koma ekki á oss. Ekki munum vér so að skömm verða.“ Jakobs hús huggar sig so. Meinar þú að andi Drottins sé stuttur orðinn? Skyldi hann vilja svoddan gjöra? Það er satt, mín orð eru góðum til gleði. En mitt fólk hefur uppreist sig sem einn óvinur. Því þeir ræna þá bæði kápum og kyrtlum, hverjir einarðlega ganga fram líka sem þeir eð kom úr stríði. Þér útrekið míns fólks kvinnur frá þeirra ununarsömum húsum og takið alltíð mína prýði frá þeirra börnum. Þar fyrir búið yður, þér hljótið í burt héðan. Þér skuluð ekki vera hér, fyrir soddan yðar óhreinleika skulu þér verða harðlega foreyddir.

Ef eg væra einn villuandi og einn lygaprédikari og prédikaði hversu þeir skyldu drekka og svelgja, það væri fínn prédikari fyrir þetta fólk.

En eg vil þér, Jakob, öllum samansafna og til samans færa það eftir er í Ísrael. [ Eg vil leiða þá til samans sem eina hjörð og láta þá í einn fastan stall og líka sem eina hjörð í eitt sauðahús so þar skal verða niður af mannmergðinni. Sá skal undan þeim uppfara sem í gegnum brýst, þeir skulu brjótast fram og fara í gegnum portin, út og inn, og þeirra kóngur skal ganga fyrir þeim og Drottinn fyrstur.