En þegar fólkið sá að Móses dvaldi að koma að fjallinu söfnuðust þeir saman mót Aron og sögðu til hans: „Statt upp og gjör oss guði sem gangi fyrir oss því vér vitum ekki hvað af þeim manni Móse er orðið sem leiddi oss af Egyptalandi.“ [ Aron sagði til þeirra: „Takið eyrnagullið yðvarra kvenna, sona og dætra og berið það hingað til mín. So reif allt fólkið eyrnagullið af þeirra eyrum og báru það til Arons. Og hann meðtók það af þeirra höndum og uppkastaði með einum stíl og gjörði eirn steyptan kálf. Og þeir sögðu: „Ísrael, þessir eru þínir guðir sem færðu þig af Egyptalandi.“ [

Þá Aron sá það byggði hann eitt altari fyrir honum og lét úthrópa og segja: „Á morgin er Drottins hátíð.“ Og þeir stóðu snemma upp um morguninn og offruðu brennifórnir og lögðu til þakklætisfórnir. Eftir það setti fólkið sig niður að eta og drekka og stóð so upp að dansa.

Þá sagði Drottinn til Mósen: „Gakk og far ofan því þitt fólk það þú leiddir af Egyptalandi hefur misgjört. Þeir eru snart viknir af þeim vegi sem ég bauð þeim. Þeir hafa gjört sér eirn steyptan kálf og hafa tilbeðið hann og offrað honum og sagt: „Ísrael, þessir eru þínir guðir sem leiddu þig af Egyptalandi.“ Og Drottinn sagði til Mósen: „Ég sé að þetta fólk er harðsvírað fólk. Lát mig nú ráða so mín reiði megi gremjast þeim og svelgja þá. So vil ég gjöra þig til eins mikils fólks.“

So bað Móses fyrir Drottni sínum Guði og sagði: „Drottinn, því vill þín grimmd reiðast þínu fólki sem þú útleiddir af Egyptalandi með miklum krafti og styrkri hendi? [ Hvar fyrir skulu Egyptarnir tala og segja: Hann hefur útleitt þá þeim til ólukku so að hann dræpi þá á fjöllum uppi og afmáði þá af jörðunni? Snú þér frá þinni grimmri reiði og vert náðugur yfir vondskap þíns fólks. Lát þér í hug koma þína þénara Abraham, Ísak og Ísrael, hverjum þú hefur svarið við þig sjálfan og fyrirheitið þeim: Ég vil so margfalda yðart sæði sem stjörnur á himninum og allt þetta land sem ég hefi lofað vil ég gefa yðru sæði og þeir skulu það eignast ævinlega.“ So iðraðist þá Drottin þess hisn vonda sem hann hafði hótað að gjöra sínu fólki.

Móses sneri sér og gekk ofan af fjallinu og hafði þær vitnisburðartöflur í sinni hendi. Þær voru skrifaðar á báðar síður og Guð sjálfur hafði gjört þær og sjálfur ritað skriftina á þeim. Sem nú að Jósúa heyrði fólksins heróp og þys þá sagði hann til Móse: „Það er eitt heróp í herbúðunum líka sem í bardaga.“ Hann svaraði: „Það er ekki óp so sem þeirra eð falla eður fá sigur, heldur heyri ég rödd kveðanda dans.“

Og er Móses nálgaðist til herbúðanna og sá kálfinn og dansinn þá reiddist hann ákaflega og kastaði töflunum af hendi og braut þær sundur undir fjallinu. Síðan tók hann kálfinn sem þeir höfðu gjört og brenndi hann í eldi, gjörði hann að ösku og kastaði henni í vatn og gaf Ísraelisþjónum að drekka af því vatni.

Og hann sagði til Arons: „Hvað hefur þetta fólk gjört þér að þú leiddir svo stóra synd yfir það?“ Aron svaraði: „Minn herra, reiðst ekki. Þú veist að þetta fólk er illt. Þeir sögðu til mín: Gjör oss guði sem að gangi fyrir oss því vér vitum ekki hvað orðið er af þessum Móse sem oss útleiddi af Egyptalandi. Þá sagði ég til þeirra: Hver sem hefur gull hann rífi það af og fái mér það. Og ég kastaði því í eldinn, so varð þessi kálfur þar af.“

Sem Móses sá nú að fólkið var orðið frí (því að Aron hafði gjört það frí, til hneykslunar á meðal óvinanna) þá gekk hann fram í herbúðarhliðið og sagði: „Ef nokkur er Guðs hann komi hingað til mín.“ Þá söfnðuðust allir Leví synir til hans. Og hann sagði til þeirra: „So segir Drottinn Ísraels Guð: Hver eirn bindi sitt sverð við síðu og gangi í gegnum herbúðirnar fram og aftur, frá einu hliði til annars, og hver slái sinn bróðir, vin og náunga í hel.“ [ Leví synir gjörðu sem Móses hafði sagt þeim. Og þar féllu á þeim degi þrjár þúsundir manns af fólkinu. Þá sagði Móses: „Þér hafið [ fyllt yðar hendur í dag fyrir Drottni, hvör eirn á sínum syni og bróður, so þar gefist blessan yfir yður í dag.“

Annars dags þar eftir sagði Móses til fólksins: „Þér hafið gjört eina mestu synd. Ég vil nú uppfara til Drottins ef ske mætti ég gæti forlíkt yðar synd.“ Og sem Móses kom aftur til Drottins sagði hann: „Þetta fólk hefur framið eina stóra synd og gjört sér guði af gulli. Fyrirgef þeim nú þeirra synd – en viljir þú það ekki, þá afmáðu mig af þinni bók sem þú hefur skrifað.“

Drottinn sagði til Mósen: „Hvað? Ég vil afmá þann af minni bók sem syndgast á móti mér. Far þú nú og leið fólkið þangað sem ég sagði þér. Sjá, minn engill skal fara fyrir þér. [ Ég vil vel vitja þeirra synda þá minn vitjunartími kemur.“ So sló Drottinn fólkið vegna kálfsins hvörn Aron hafði gjört.