X.

Og er hann reis upp þaðan kom hann í endimörk Júdalands hinumegin Jórdanar. [ Þar kom og enn aftur margt fólk til hans og sem hann plagaði þá tók hann enn aftur til að kenna þeim.

Pharisei gengu og til hans, spurðu hann að ef manninum leyfðist að forláta sína húsfrú, freistandi hans so. En hann svaraði og sagði til þeirra: „Hvað hefir Móses boðið yður?“ Þeir sögðu: „Móses leyfði skilnaðarbréf að skrifa og við að skilja.“ Hverju Jesús svaraði og sagði: „Fyrir harðleik hjarta yðvars þá skrifaði hann yður þetta boðorð en af upphafi skepnunnar gjörði Guð einn kallmann og eina konu. Af því forlætur maðurinn föður og móður og heldur til við konu sína go eru svo þau tvö eitt hold. Af því eru þau nú eigi tvö heldur eitt hold. Því hvað Guð hefur samtengt það skal maðurinn eigi sundurskilja.“

Og í húsinu spurðu hans lærisveinar aftur að um hið sama. Og hann sagði þeim: „Hver sem forlætur sína eiginkonu og fastnar aðra sá drýgir hór á henni. Og ef konan forlætur sinn eiginmann og giftist öðrum, sú hórast.“

Og þeir færðu ungbörn til hans að hann áhrærði þau. [ En lærisveinarnir átöldu þá sem þau báru. Og er Jesús sá það líkaði honum það eigi vel og sagði til þeirra: „Leyfið börnunum til mín að koma og bannið þeim það eigi því að þvílíkra er Guðs ríki. [ Sannlega segi eg yður: Hver hann meðtekur eigi Guðs ríki sem annað ungbarn sá mun eigi innganga í það.“ Og hann tók þau í fang og lagði sínar hendur yfir þau og blessaði þau.

Og þá hann var útgenginn upp á veginn hljóp þar einn fram fyrir, bugtaði sig fyrir honum og spurði hann að, segjandi: [ „Góði meistari, hvað skal eg gjöra so að eg eignist eilíft líf?“ En Jesús svaraði honum: „Hví segir þú mig góðan? Enginn er góður nema Guð einn. Boðorðin muntu kunna? Þú skalt ei hórdóm drýgja, eigi mann vega, eigi stela, eigi skaltu ljúgvitni mæla, eigi svik gjöra, heiðra föður og móður.“ En hann svaraði og sagði til hans: „Meistari, allt þetta hefi eg varðveitt í frá barnæsku minni.“ En Jesús horfði á hann, elskaði hann og sagði til hans: „Eitt þá brestur þig. Far, sel allt það þú hefur og gef fátækum og þá muntu hafa einn fésjóð á himnum. Kom og fylg svo mér eftir og legg kross þér á herðar.“ En hann varð hryggur við þessi orð, gekk þaðan syrgjandi því að hann hafði miklar eignir.

Jesús leit í kringum sig og sagði til sinna lærisveina: [ „Hversu torvelt er þeim ríku inn að ganga í Guðs ríki!“ En hans lærisveinar setti tvista við þessi hans orð. Jesús ansaði enn aftur og sagði til þeirra: „Sonakorn mín, hversu torvelt er þeim sem treystandi eru peningum inn að ganga í Guðs ríki. Auðveldara er úlfaldanum að ganga í gegnum nálarauga en ríkum inn að ganga í Guðs ríki.“ Þeir undruðust enn meir og sögðu sín á milli: „Hver fær þá hjálpast?“ En Jesús horfði á þá og sagði: „Hjá mönnum er það ómögulegt en eigi hjá Guði. Því að hjá Guði er allt mögulegt.“

Og eftir það tók Pétur til að segja honum: [ „Sjáðu, vér forlétum allt og erum þér eftirfylgjandi.“ Jesús svaraði og sagði til þeirra: [ „Sannlega segi eg yður að enginn er sá hver að fyrirlætur hús eður bræður eður systur eður föður eður móður eður eiginkonu eður börn eður akra fyrir mínar sakir eður evangelii sá er ei meðtekur hundraðfalt aftur nú á þessari tíð, hús, bræður og systur og móður og börn og akra með ofsóknum og í eftirkomandi heimi eilíft líf. Og margir verða þeir seinastir sem eru fyrstir og þeir fyrstir sem seinastir eru.“ Þeir voru þá enn á veginum að fara upp til Jerúsalem og Jesús gekk fyrir þeim. Þá setti hljóða við, fylgjandi honum þó eftir og óttuðust hann.

Hann tók og þá tólf til sín og hóf upp að segja þeim hvað yfir hann mundi koma: [ „Sjáið það, að vær förum nú upp til Jerúsalem og Mannsins sonur mun seljast kennimannahöfðingjum, skriftlærðum og öldungum. Þeir munu og fordæma hann í dauða og selja heiðingjum. Þeir munu og spotta hann og flengja, spýta á hann og lífláta. Og á þriðja degi mun hann upp aftur rísa.“ Þá gengu þeir Jacobus og Jóhannes, synir Zebedei, til hans og sögðu: „Meistari, við viljum að þú gjörir fyrir okkur hvers sem við biðjum þig.“ Hann sagði til þeirra: „Hvað vilji þið að eg skuli gjöra ykkur?“ Þeir sögðu þá til hans: [ „Gef okkur það við sitjum í þinni dýrð einn til hægri handar þér og annar til hinnar vinstri.“ En Jesús sagði til þeirra: „Þið vitið eigi hvers þér biðjið. Kunni þið að drekka þann kaleik hvern eg mun drekka og skírast með þeirri skírn hverri eg mun skírast?“ En þeir sögðu honum: „Það getu við.“ Jesús sagði þá til þeirra: „Að sönnu munu þið drekka þann kaleik hvern eg mun drekka og meður þeirri skírn skírðir verða hverri eg mun skírast. En að sitja til minnar hægri handar eður til vinstri er eigi mín að gefa ykkur heldur þeim sem það er fyrirbúið.“

Og þá er þeir tíu heyrðu það voru þeir gramir upp á Jacobum og Johannem. En Jesús kallaði þá til sín og sagði til þeirra: [ „Þér vitið það að þeir sem sýnast hafa stjórnan þjóðanna þá drottna yfir þær og þeir sem eru þeirra formenn þá hafa þeir vald yfir þeim. En það skal eigi svo vera yðar á milli. Heldur hver hann vill vera yðar á milli öðrum meiri sá skal yðar þénari vera og hver hann vill yðar á milli fremstur vera sá skal allra þjón vera. Því að Mannsins sonur er eigi kominn til þess að honum þjónaðist heldur það hann þjónaði og gæfi sína önd út til endurlausnar fyrir marga.“ [

Þeir komu og til Jeríkó og að honum burtfarandi úr Jeríkó og hans lærisveinum og miklum öðrum fólksfjölda sat Bartímeus, blindur son Timei, við veginn og baðst ölmusu. [ Og er hann heyrði að það var Jesús af Naðsaret tók hann til að kalla og sagði: [ „Jesús, sonur Davíðs, miskunna þú mér!“ Og margir átöldu hann að hann þegði. En hann kallaði þess miklu meir: „Sonur Davíðs, miskunna þú mér!“ Jesús stóð við og bauð að kalla á hann. Og þeir kölluðu á hann blinda, segjandi til hans: „Vertu með góðum hug. Statt upp. Hann kallar þig.“ Og hann snaraði sinni yfirhöfn af sér, stóð upp og kom til Jesú. Jesús svaraði og sagði til hans: „Hvað viltu að eg skuli gjöra þér?“ En hinn blindi sagði honum: „Rabbóní, það eg sæi.“ Jesús sagði þá til hans: „Gakk héðan, þín trúa gjörði þig hólpinn.“ Og strax þá sá hann og fylgdi honum eftir á veginum.