VII.

Þá vér höfðum nú uppbyggt múrveggina þá bjó eg um borgarhliðin og tilsetti varðhaldsmenn, söngvara og Levítana. Og eg bífalaði mínum bróður Hananí og Hananja, þeim hallarfóvita í Jerúsalem (því hann var einn trúfastur maður og guðhræddur fram yfir marga aðra) og eg sagða til þeirra: „Eigi skulu upplátast Jerúsalems port fyrr en heitt er orðið af sólu. Og þá enn er verið að arfiða, þá skulu portin aftur afturlykjast og strengjast.“ Og þar voru vökumenn settir af borgarmönnum Jerúsalem hver upp á sinni vakt og hjá sínu húsi. Því borgin var víð, rúm og stór en fólk var fátt í henni og húsin voru ekki byggð.

Og minn Guð gaf mér í hjarta að eg samansafnaði ráðsherrunum og höfðingjönum og svo fólkinu að reikna það. Og eg fann eitt registrum þeirra sem áður voru komnir og eg fann í því skrifað að þetta eru landsins synir sem upp eru komnir af fangelsinu hverja Nabúgodonosor kóngur af Babýlon hafði í burt flutt og bjuggu í Jerúsalem og í Júda, hver í sinni borg og voru komnir með Sóróbabel, Jesúa, Nehemía, Asarja, Raamja, Nahemaní, Mardókeó, Bilsan, Misperet, Bigevaí, Nehúm og Baena. [

Þetta var talan á Ísraelsfólki. [ Synir Pareos voru tvö þúsund hundrað sjötígi og tveir. Synir Sefatja voru þrjú hundruð sjötígi og tveir. Synir Ara voru sex hundruð fimmtígi og tveir. Synir Pahat Móab á meðal sona Jesúa og Jóab voru tvö þúsund átta hundruð og átján. Synir Elam þúsund tvö hundruð fjórir og fimmtígi. Synir Satú átta hundruð fimm og fjörutígi. Synir Sakaí sjö hundruð og sextígi. Synir Benúí sex hundruð fjörutígi og átta. Synir Bebaí sex hundruð tuttugu og átta. Synir Asgad tvö þúsund þrjú hundruð tuttugu og tveir. Synir Adóníkam sex hundruð sextígi og sjö. Synir Bigevaí tvö þúsund sextígi og sjö. Synir Adín sex hundruð fimmtigi og fimm. Synir Ater af Hiskía níutígi og átta. Synir Hasún þrjú hundruð tuttugu og átta. Synir Besaí þrjú hundruð tuttugu og fjórir. Synir Haríf hundrað og tólf. Synir Gíbeon voru níutígi og fimm. Mennirnir af Betlehem og Netófa hundrað áttatígi og átta. Mennirnir af Anatót hundrað tuttugu og átta. Mennirnir af Bet Asmavet fjörutígi og tveir. Mennirnir af Kirjat Jearím, Kafíra og beerót sjö hundruð fjörutígi og þrír. Mennirnir af Rama og Gaba sex hundruð tuttugu og einn. Mennirnir af Mikmas hundrað tuttugu og tveir. Mennirnir af Betel og Aí hundrað tuttugu og þrír. Mennirnir af annarri Nebó fimmtígi og tveir. Þeir synir annarrar Elam þúsund tvö hundruð fimmtígi og fjórir. Synir Harím þrjú hundruð og tuttugu. Synir Jeríkó þrjú hundrað fjörutígi og fimm. Synir Lód Hadíd og Ónó sjö hundruð tuttugu og einn. Synir Senaa þrjú þúsund níu hundruð og þrjátígi.

Prestarnir synir Jedaja af húsi Jesúa níu hundruð sjötígi og þrír. [ Synir Immer þúsund fimmtígi og tveir. Synir Pashúr þúsund tvö hundruð fjörutígi og sjö. Synir Harím þúsund og seytján. Levítarnir: Synir Jesúa af Kadmíel á meðal sona Hódva sjötígi og fjórir. Söngvararnir, synir Assaf hundrað fjörutígi og átta. Dyraverðirnir voru synir Sallúm, synir Ater, synir Talmon, synir Akúb, synir Hatíta, synir Sóbaí, allir til samans hundrað þrjátígi og átta.

Nethíním, synir Síha, synir Hasúfa, synir Tabaót, synir Kerós, synir Sía, synir Padón, synir Líbana, synir Hagaba, synir Salmaí, synir Hanan, synir Gíddel, synir Gahar, synir Reja, synir Resín, synir Nekóda, synir Gasam, synir Úsa, synir Passea, synir Besaí, synir Negúním, synir Nefúsím, synir Bakbúk, synir Hakúfa, synir Harhúr, synir Baslít, synir Mehída, synir Harsa, synir Barkós, synir Sísera, synir Tama, synir Nesía, synir Hatífa. [ Synir Salómons þénara voru synir Sótaí, synir Sóferet, synir Prída, synir Jaela, synir Darkón, synir Gíddel, synir Sefatja, synir Hatíl, synir Pókeret af Sebaím, synir Ammón. Allir synir Nethíním og Salomonis þénara voru þrjú hundruð níutígi og tveir.

Þessir ferðuðust og upp: [ Mítel, Mela, Tel, Harsa, Kerúb, Addón og Immer. En þeir kunnu ekki að bívísa hús sinna feðra eða þeirra ætt hvert þeir væri af Ísrael. Synir Delaja, synir Tobía og synir Nekóda sex hundruð fjörutígi og tveir. Og af prestunum voru synir Hóbaja, synir Hakós, synir Barsillaí, hverjir að tóku eina kvinnu af Barsillaí dætrum Gileaditer og fengu þar af nafn. Þessir leituðu eftir registur sinnar fæðingar og þá þeir fundu það ekki voru þeir útreknir frá kennimannskapnum. Og Hatírsata sagði til þeirra að þeir skyldu ei eta af því allrahelgasta fyrr en einn prestur uppkpmi með [ ljósið og réttinn.

Allur þessi almúgi svo sem einn maður var fjörutígi þúsundir tvö þúsund þrjú hundruð og sextígi, auk þeirra þénarar og ambáttir, það var að tölu sjö þúsund þrjú hundruð þrjátígi og sjö. [ Þeir höfðu og tvö hundruð fjörutígi og fimm söngvara og söngkvinnur og sjö hundruð þrjátígi og sex hesta, tvö hundruð fjörutígi og fimm múla, fjögur hundruð þrjátígi og fimm úlfalda, sex þúsund sjö hundruð og tuttugu asna.

Og nokkrir af þeim yppustum feðrum lögðu kostnað til gjörningsins. Hatírsata gaf í féhirsluna þúsund gyllini og fimmtígi skálir, fimm hundruð og þrjátígi prestakyrtla. Og nokkrir af þeim yppustu feðrum gáfu til fjársjóðarins og til gjörningsins tuttugu þúsund gyllini, tvö þúsund og tvö hundruð pund silfurs. Og það annað almúgafólk gaf tuttugu þúsund gyllini og tvö þúsund pund silfurs og sjö og sextígi prestakyrtla. Og prestarnir, Levítarnir, dyraverðirnir, söngvararnir og þeir aðrir af fólkinu og þeir Nethíním og allur Ísrael, bjó í sínum stöðum.