XXXVII.

Viður því ógnar mínu hjarta og það skelfist þar við. Kæri, heyrið þó hver sú reið að hans reiðarþruma er hún er og hvaða mál þér heyrið þar út fara af hans munni. Hann sér undir alla himna og ljós hans skín yfir öll endimörk jarðar. Eftir honum öskrar reiðarþruman og hann lætur skruggur koma með sínum miklum hljóðum og nær eð hans reiðarþruma hún heyrist þá fær henni enginn afturhaldið. Guð hann hljóðar ógurlega með sinni reiðarþrumu og gjörir mikla hluti og verður þó ekki þekktur. Hann mælir til snjóarins, þá kemur hann jafnsnart á jörðina, og til daggarinnar, so og kemur þar nóglegt regn. Alla menn hefur hann í sinni hendi svo sem innilukta svo alþýðufólkið skal læra hvað hann kann að gjöra. Það villudýrið gengur inn í sitt hreysi og blífur svo í sinni holu. Af suðrinu kemur þeyrinn og af norðrinu kuldinn. Og út af Guðs vindblæstri kemur frostið og mikið vatn nær eð hann lætur það hlána aftur. Þau hinu þykkvu skýin aðskilja sig svo að heiðbjart verður og hans ljós skín í gegnum þá þokuna. Hann snýr skýjunum hvert hann vill svo þau fullgjöra á jarðríki allt það hann býður þeim, hvert heldur það er yfir kynslekti eður yfir einu landi þar sem hann finnst miskunnsamur.

Job, merk þetta, statt þú stöðugur og hygg að Guðs dásemdarverkum. Veist þú nær eð Guð sendir svoddan yfir þá og nær eð hann lætur það ljósið sinna skýja brjótast hér fram? veistu hvernin að skýin útdreifast? Hver dásemdarverk þau fullkomnuð vita, svo að þín klæði eru þá vörm nær eð landið er kyrrt af sunnanveðri. Já, muntu nokkuð útbreiða skýin með honum þau sem föst eru sem annar steyptur sjónarspegill? Seg þú oss hvað vér eigum honum að segja því að vér kunnum ekki að ná alla gutu þangað fyrir myrkrinu. Hver vill telja upp fyri honum það eg tala? Ef nokkur talar það þá uppsvelgist hann. Nú sést ekki það ljósið sem skært skín í skýjunum en nær eð vindurinn blæs þá verður það bjart veður. Af norðrinu kemur [ gullið, þeim ógurlega Guði til lofs. En þeir kunna ekki að höndla Hinn almáttuga sem svo er mikill af kraftinum því að hann mun öngvan reikningsskap standa af sínu réttdæmi og góðu málefni. Þar fyrir skulu menn óttast hann og hann hræðist öngvan, hversu vísir sem þeir eru.“