Drottinn mælti við Mósen: „Gakk fyrir faraónem og segðu til hans: So segir Drottinn ebreskra manna Guð: Leyfðu mínu fólki að fara og þjóna mér. [ En ef þú neitar því og leyfir því ekki að fara, sjá, þá skal hönd Drottins koma yfir þig og þitt fé á mörkinni, yfir hesta, yfir asna, yfir úlfalda, yfir uxa, yfir sauði, með eirni ofurmikilli drepsóttu. Og Drottinn mun gjöra sérlega hlut millum Ísraelis hjarðar og Egyptanna. Og þar skal ekkert deyja af öllu því sem Ísraelissynir hafa.“ Og Drottinn setti tímann til og sagði: „Á morgun skal Drottinn gjöra þetta á jörðu.“

Og Drottinn gjörði það að morni að allsháttuð Egyptalands kvikindi dóu en þar dó ekki eitt af fé Ísraelissona. Og faraó sendi þangað menn sína og sjá, þá var þar ekkert dautt af Ísraelis fé. En faraónis hjarta var forharðnað so að hann gaf ekki fólkinu burtfararleyfi.

Þá mælti Drottinn við Mósen og Aron: „Takið þið ykkar hendur fullar með ösku af ofninum og Móses skal dreyfa henni í loft upp fyrir augsýn faraónis að þar komi öskufall yfir allt Egyptaland og að þar komi svört illskukaun bæði á menn og fénað yfir allt Egyptaland.“ Og þeir tóku upp ösku af ofninum og gengu fyrir faraónem. Og Móses dreyfði öskunni í loft upp. Þá féllu svört illskukaun bæði á menn og so fénað so að tauframennirnir gátu ekki staðið fyrir Móse sökum þeirra vondra kauna, því að þessi kaun voru so vel á galdramönnunum so sem á öllum öðrum egypskum mönnum. En Drottinn forherti hjarta faraónis so að hann hlýddi þeim ekki, so sem Drottinn hafði sagt Móse.

Þá mælti Drottinn við Mósen: „Á morgun snemma skaltu upprísa og ganga fyrir faraónem og segðu til hans: Svo segir Drottinn, ebreskra manna Guð: Leyfðu mínu fólki að fara í burt og þjóna mér, elligar vil ég í þessu sinni senda allar mínar plágur yfir sjálfan þig, yfir þína þjóna og yfir þitt fólk, so að þú skalt fá að vita að minn líki er enginn í öllum löndum. Því að ég vil nú útrétta mína hönd og ljósta þig og þitt fólk með drepsótt so þú verðir afmáður af jörðunni. Og að vísu hefi ég þarfyrir uppvakið þig að ég vil sýna minn kraft á þér so að útberist mitt nafn um alla veröld. [

Þú undirokar enn nú mitt fólk og vilt ekki leyfa því burt að fara. Sjá, ég vil á morgun í þetta mund láta rigna so stórt hagl að aldrei mun jafnstórt komið hafa síðan Egyptaland var fyrst grundvallað inn til þessa dags. Því send nú menn til að safna saman þínum fénaði og öllu því sem þú hefur á akri. Því að allt það úti verður statt og ekki er í hús innlátið, menn og fénaður, það mun af hagli drepast.“ Þeir sem óttuðust Guð af faraónis þénurum þeir létu sína þénara og sinn fénað flytja í hús. En þeir sem ekki létu Guðs orð falla sér til hjarta þeir létu þénara sína og kvikfé vera kyrrt á akri.

Þá mælti Drottinn við Mósen: „Rétt þína hönd í loft upp so að hagl komi yfir allt Egyptaland, yfir menn og fénað og yfir allan ávöxt jarðar í Egyptalandi.“ [ Og Móses upprétti sinn vönd í loftið og Drottinn lét þegar hagl koma með reiðarþrumum og eldingum ofan á jörðina. Og Drottinn lét rigna hagl yfir allt Egyptaland so að hagl og eldur fór so grimmlega hvort með öðru að svoddan hafði aldrei fyrr skeð í öllu Egyptalandi síðan það var fyrst byggt. Þetta hagl sló niður allt það sem var á akrinum, bæði menn og fénað og grös akursins, so að brotnuðu öll tré niður á mörkinni í öllu Egyptalandi. En í landi Gósen kom ekkert hagl þar sem Ísraelssynir bjuggu.

Þá sendi faraó menn út og lét kalla til sín Mósen og Aron og sagði til þeirra: „Ég hefi enn nú syndgast. Drottinn er réttlátur en ég og mitt fólk erum ranglátir. Biðjið Drottin að soddan Guðs hagl og reiðarþrumur burt takist, þá vil ég leyfa yður burt að fara so að þér skuluð ekki vera hér lengur.“

Móses sagði til hans: „Þegar ég kem út af borginni þá vil ég rétta mínar hendur upp til Drottins, þá mun burt hverfa bæði hagl og reiðarþrumur, svo þú skalt vita að jörðin er Drottins. En vel veit ég það að þú og þínir þénarar óttist ekki Guð Drottin.“ Svo slóust niður bæði línakrar og byggakrar. Því að byggið var vaxið og hörin hafði knappana fengið. En hveiti og rúgur var ekki niðurslegið því að þau voru seint sáð.

Móses gekk frá faraóne út af staðnum og upprétti sínar hendur til Drottins. So linnti haglinu og reiðarþrumunum og ei rigndi meir á jörðina. Og sem faraó fornam að regninu, reiðarþrumunum og haglinu linnti þá syndgaðist hann enn meir og hann forherti sitt hjarta og hans þénarar. So varð faraónis hjarta forharðnarð að hann lét ekki Ísraelssonu fara, so sem Drottinn hafði boðið fyrir Mósen.