CXXVI.

Lofsöngur í hákornum.

Þegar eð Drottinn leysir hina herteknu Síon þá munum vér verða so sem þeir eð [ dreymir.

Þá mun vor munnur fullur af hlátri og vor tunga full af gleðskap vera, þá mun og sagt vera meðal heiðinna þjóða: „Drottinn hefur mikla dásemd hjá þeim gjörða.“

Drottinn, hann hefur mikla dásemd hjá oss gjört, þess þá erum vér glaðir orðnir.

Drottinn, snú þú vorri herleiðingu líka sem að þú uppþurrkaðir vatnið í suðrinu.

Þeir eð með tárunum niðursá munu með fögnuðinum uppskera.

Þeir ganga út grátandi og bera ágætt sæði og koma með fagnaði og bera sín bindini.