XIX.

Eftir þetta sló Davíð Philisteos og undirlagði þá. [ Hann tók (borg) Gat og hennar dætur af hendi Philistinorum.

Hann sló og þá Moabiter svo að Davíð gjörði þá sér undirgefna og þeir færðu honum skenkingar.

Hann sló Hadadeser kónginn af Sóba í Hemat þá hann fór að útvíðka sitt ríki af vatninu Euphrates. Og Davíð vann þúsund vagna frá honum og sjö þúsund riddara og tuttugu þúsund fótgönguliðs. Og Davíð lesti alla þeirra vagna en hélt eftir hundrað vögnum.

Og þeir Syri af Damasco komu til liðs við Hadadesser kónginn af Sóba. En Davíð sló af þeim Syris tvær og tuttugu þúsundir manna. Og hann setti fólk í Damasco í Syria og þeir Syri urðu Davíð undirgefnir og færðu honum skenkingar. Því að Drottinn hjálpaði Davíð hvert helst sem hann fór. Davíð tók og þá gullskjöldu sem Hadadesers þénarar höfðu haft og flutti þá til Jerúsalem. Davíð tók og af borgum Hadadeser, Tíbebat og Kún, mjög mikinn kopar af hverjum Salómon gjörði það koparhafið, stólpana og þau koparkerin.

En sem kóngurinn Tógú af Hemat heyrði það að Davíð hafði slegið og niður lagt alla magt kóngsins Hadadeser af Sóba þá sendi hann sinn son Hadóram til Davíðs kóngs og lét heilsa honum og [ blessa, að hann hafði barist við Hadadeser og sigrað hann því að Tógú hafði átt ófrið við hann. [

Og Davíð kóngur helgaði Drottni öll þau gullker, silfurker og koparker og það silfur og gull sem hann hafði tekið frá heiðingjunum, hverjir eð voru Edomiter, Moabiter, Ammoniter, Philistei og Amalekítar.

En Abísaí son Serúja sló átján þúsundir af þeim Edomitis í Saltdalnum og setti fólk eftir í Idumea svo að allir Idumei voru Davíð undirgefnir. [ Því Drottinn hjálpaði Davíð hvert helst sem hann fór. Svo ríkti nú Davíð yfir allan Ísraelslýð og dæmdi lög og réttindi öllu sínu fólki.

Jóab son Serúja var hershöfðingi. [ Jósafat son Ahílúð var canzeler. Sadók son Akítób og Abímelek son Abjatar voru kennimenn. Súsa var ritari. Benaja son Jójada var settur yfir Chreti og Plethi. Og fyrstu synir Davíðs voru ætíð hjá kóngsins hönd.