V.

Son minn, athuga mína speki og hneig eyru þín til minnar kenningar so þú varðveitir gott ráð og munnur þinn viti greinarmun. Því að skækjunnar varir eru sætar svo sem hunangsseimur og hennar barki er mjúkari en viðsmjör en síðarmeir beiskari en malurt og bítur so sem eitt tvíeggjað sverð. Fætur hennar hlaupa allt í dauðann og hennar gangur í helvíti. Ei gengur hún um lífsins veg, dreift liggja hennar fótspor svo hún veit ekki hvar hún fer.

So hlýðið mér nú, mínir synir, og víkið ei frá orðum míns munns. Lát vegu þína langt frá henni vera og nálgast ekki hennar húsdyr að þú ekki [ annarlegum gefir þinn heiður og þeim grimmdarfullu þín ár, svo að öngvir annarlegir sig seðji af þínu megni og þitt erfiði sé ei í annars húsi, so að með seinsta hljótir þú að andvarpa þegar þú hefur eytt þínu lífi og góssi og segja: „Aví, hversu hef eg hatað agann og hjarta mitt hefur hirtingina fyrirlitið! Eg hefi ekki hlýtt raust minna lærifeðra og ekki hneigt mitt eyra til þeirra sem mér kenndu! Eg er so nær kominn í ólukku fyrir öllum lýð og öllu fólki!“

Drekktu vatn úr þinni lind og fljótandi bekki úr þínum brunni. Láttu brunna þína útkvíslast og þína vatslæki um strætin renna. En haf þú þá alleina og enginn annarlegur með þér. Þinn brunnur sé blessaður og fagna þú með húsfrú þinnar æsku. Hún er so elskuleg sem [ ein hind og þekkileg sem einn hindarkálfur. Láttu hennar elsku þig ætíð seðja og hress þig jafnan með hennar ást.

Hvar fyrir, son minn, viltu vermast af annarlegri og í annarrar skauti að faðmast? Því sérhvers manns vegir eru ljósir fyrir Drottni og hann mælir allar þeirra göngur. Misgjörðir hins ómilda munu hann höndla og með snöru sinna synda mun hann haldinn verða. Hann mun deyja þar fyrir að hann vill sér ekki segjast láta og sakir sinnar mikillar heimsku mun honum illa vegna.