XI.

Sjá þú, þrír konungar munu enn nú í Persialandi standa en sá hinn fjórði mun meira ríkdóm hafa en allir þeir aðrir og nær eð hann er í sínu ríkidæmi sem megtugastur mun hann alla uppvekja á móti því kóngsríkinu í Grikklandi.

[ Þar eftir á mun upprísa einn megtugur konungur og yfirdrottna með miklu veldi og hverju helst eð hann vill því mun hann til vegar koma. Og nær eð hann er sem hæðst uppkominn þá mun hans ríki í sundubresta og sér í þá fjóra vinda himinsins í sundurskipta, eigi þó upp á hans eftirkomendur, ei heldur einnin meður soddan magtarveldi sem það hans hefur verið því hans ríki mun foreyðast og annarlegum að hlutskipti verða.

[ Og sá konungurinn móti suðrinu sem að er einn út af hans hershöfðingjum mun megtugur verða en í móti honum mun einn annar megtugur vera og yfirdrottna, hvers veldisstjórnan mun mikil vera.

[ En eftir nokkur ár liðin munu þeir vináttu gjöra sín á millum. Og dóttir þess konungsins móti suðrinu mun koma til hins konungsins mót norðrinu vinskap að gjöra. En hún mun ekki blífa við magt þess armleggsins, þar að auk einnin mun hennar sæði ekki viðstanda heldur mun hún ofurseljast ásamt þeim sem hana hafa þangað haft og meður barninu og þeim sem hana hafði um stundarsakir megtuga gjört.

[ En kvistuirnn einn af hennar rótum mun upp rísa. Sá mun koma með ógrynni her og innfalla í veldið þess konungsins móti norðrinu og það sama undir sig leggja og sigurinn vinna. Hann mun einnin þeirra skúrgoð og líkneskjur meður kostulegum dýrgripum bæði af gulli og silfri burt flytja í Egyptaland og um nokkur ár viðstaðið geta þeim konunginum móti norðrinu og nær eð hann hefur í gegnum farið ríki þess hins sama þá mun hann inndraga aftur í sitt eigið land.

[ En hans synir munu reiðir verða og miklu herliði til samans safna og einn þeirra mun koma og líka sem vatsflóð þar framdynja og hinn þar aftur í mót fyrir sínum borgum til reiði reita. Þá mun [ konungurinn móti suðrinu skapillskast og útdraga og berjast viður þann [ konunginn móti norðrinu og mun slíkan fólksfjölda til samans draga so það hinn flokkurinn mun honum í hendur seljast og þann sama flokkinn mun hann að herfangi í burt flytja. Og sakir þess mun hans hjarta forhefja sig að hann hefur so margar þúshundir við velli lagt. En þar með mun hann ekki magt yfir honum fá.

[ Því að konungurinn móti norðrinu mun enn aftur mikinn fólksfjölda til samans draga, miklu meira þeim hinum fyrra. Og eftir nokkur ár liðin þá mun hann frambruna með ógrynni hers og með miklum ríkdómi. Og á þeim tíma munu margir setja sig í gegn þeim konunginum móti suðrinu. So munu einnin nokkrir rangsnúnir út af þínu fólki taka sig upp spásöguna að fylla og þeir hinir sömu munu falla.

[ Þá mun konungurinn móti norðrinu útdraga og hervirki að gjöra og sterkar borgir vinna og þeir armleggir hins syðra fá því ekki varið og hans hið besta fólk mun eigi kunna því í móti að standa heldur mun hann þá eð hann kemur honum nær það gjöra sem honum líkar og enginn mun honum í móti staðið geta. Hann mun og einnin innkoma í það verðuga landið og mun það fullgjöra með sinni hendi og mun sinni augsýn þangað venda það hann komi meður magt alls síns ríkis. En hann mun forlíkast viður hann og mun gefa honum sína dóttur til eignarkvinnu að hann fordjarfi hann so en það mun honum ekki lukkast og þar mun eigi af verða.

Þar eftir á mun hann snúa sinni augsýn til eyjanna og yfirvinna margar af þeim. En einn höfðingi mun þvinga hann so að hann hlýtur með ósæmd þar frá að hverfa upp á það að honum veitist ekki meiri vanvirða. Síðan mun hann sinni augsýn snúa aftur til síns lands og mun reka sig þar á og niðurfalla so það hann mun hvergi fundinn verða.

Og í staðinn hans mun einn annar upp koma. Sá mun í konunglegri tign sitja sem eitt illmenni. En eftir fáeina daga mun hann í burtskafast, þó hvorki fyrir reiði né bardaga.

Í hans stað mun upp koma einn fyrirlitinn maður hverju það sú konungleg tign var ekki fyrirhuguð. [ Sá mun koma og það mun lukkast honum og það sama kóngsríkið meður mjúkmælum undir sig leggja. Og hinir armleggirnir (þeir eð þangað runnu sem vatn) munu af honum líka sem öðrum árfossi yfirbugaðir og niðurbeygðir verða, þar með einnin sá höfðinginn viður hvern það sáttmálinn var gjörður. [ Því að eftir það hann hefur vináttu gjört viður hann þá mun hann sviksamlega breyta við hann og mun draga hér upp og hann með fáu einu fólki yfirbuga. Og það sama mun honum lukkast so það hann mun inn draga í þær bestu borgir landsins og mun því so til vegar koma sem hverki hans feður né foreldrar fengu gjört meður ránum, gripdeildum og herfangi. Og hann mun stunda eftir þeim sterkustu borgum og það sama um nokkra stund.

Og hann mun sína magt og sitt hjarta uppvekja í gegn þeim konunginum mót suðrinu með miklum hersfjölda. Þá mun sá konungurinn móti suðrinu upphvattur verða til bardaga með miklu og megtugu herliði. En hann mun ekki viðstaðið geta því að svikræði munu við hann gjörð. Og þeir hinir sömu sem hans brauðbítar eru þeir munu styrkjast til að fyrirkoma honum og hans herliði niður að þrykkja so það nærsta margir munu í hel slegnir verða. Og þeirra beggja konunganna hjörtu munu þenkja hvernin helst þeir geti hvor öðrum fyrirkomið og munu þó við eitt borð með undirhyggju hvor við annan tala. En það mun þeim ekki vinnast því að endinn er upp á einn annan tíma ályktaður.

Eftir það mun hann snúa heim aftur í sitt land með miklu góssi og sínu hjarta venda í móti þeim heilögum sáttmála. Þar mun hann nokkru af stað koma og svo síðan heim fara í sitt land.

Eftir það mun hann í hæfilegan tíma draga enn inn aftur í móti suðrinu en honum mun það í annað sinn ekki so lukkast so sem í fyrra sinni. [ Því að skipin út af Kitím munu í móti honum koma og sig þar um skoða og þá hina sömu til sín laða sem yfirgefa þann heilagan sáttmála. Og hans [ armleggir munu þar standa. Þeir munu og saurga helgidóminn í borginni og það daglega offrið af taka og eina svívirðing foreyðslunnar uppsetja. Og hann mun með smjaðurhræsni fara og viður þá óguðlegu sem sáttmálann yfirgefa mun hann fagurmæli hafa.

En það fólk sem sinn Guð viðurkennir mun upphvetja sig og framkvæma það. [ Og þeir hinir skynsömu á meðal fólksins munu mörgum öðrum kenna. Fyrir það munu þeir falla fyrir ófriðarsverði, eldi, herleiðingum, gripdeildum um nokkra stund. En í þeirri hinni sömu ofsókn mun þeim þó samt ein lítil hjálp veitt verða. En margir munu með fláræði gefa sig til þeirra. Og þeir hinir skynsömu munu nokkrir falla upp á það þeir reyndir, hreinir og klárir verði þangað til að það hefur einn enda. Því að þar er enn nú einn annar tími fyrir höndum.