V.

„Lofið Drottin að Ísrael er frelsaður aftur og að fólkið var so velviljugt þar til.

Heyrið til þér kóngar og gætið að þér höfðingjar. Eg vil syngja Drottni, já, Ísraels Guði vil eg syngja lofi.

Drottinn, þá þú reistir út af Seír og gekkst frá Edómsvöllum þá bifaðist jörðin, himnarnir og skýin drupu með vatni.

Fjöllinn runnu fyrir Drottni, sjálft Sínaí fyrir Drottni Ísraels Guði.

Á tíma Samgar sonar Amat, í Jael tíma, forgengu vegirnir og þeir sem ganga skyldu á réttum stigum þeir gengu krókótta vegu.

Þar þraut, þar þraut bændur í Ísrael þar til eg Debóra uppkom, þar til eg uppkom ein móðir í Ísrael.

Guð hefur útvalið eitt nýtt, hann hefur borgarhliðin inntekið, þar var hverki skjöldur né spjót á millum fjörutígi þúsunda í Ísrael.

Mitt hjarta hefur lyst til Ísraels stjórnara sem voru viljugir á meðal fólksins.

Lofið Drottin þér sem ríðið fögrum ösnum, þér sem sitjið í dóminum, og syngið þér sem gangið á veginum.

Þar sem bogmennirnir hrópa á meðal þeirra eð vatnið ausa, þar segja menn af Drottins réttlæti, af hans bænda réttlæti í Ísrael. Þá ferðaðist Guðs fólk niður til portanna.

Upp, upp Debóra, upp, upp, og syng eina vísu. Tak þig upp Barak og fanga þú þá sem þig vildu fanga, þú son Abínóam.

Þá drottnuðu þeir fyrirlitnu yfir það megtuga fólk, Drottinn hefur stjórnað fyrir mig yfir þá voldugu.

Af Efraím var þeirra rót í mót Amalek og eftir þig Benjamín í þínu fólki.

Af Makír eru komnir stjórnendur og af Sebúlon þeir eð drottna fyrir skriffjaðrir.

Og höfðingjar af Ísaskar voru með Debóra og Ísaskar var sem Barak í lægðirnar útsendur með sínum fótgöngurum, Rúben hélt mikið af sér og skildi sig frá oss.

Hvar fyrir ert þú á millum sauðahúsanna að heyra jarm hjarðarinnar og þú hélst mikið af þér og skildir þig frá oss?

Gíleað var hinumegin Jórdanar og því bjó Dan á millum skipanna? Asser sat við sjávarhöfn og var í sínum niðurbrotnum þorpum.

En fólk Sebúlon hætti sínum sálum í dauða og Neftalí á þeim hæðum í mörkinni.

Kóngarnir komu og herjuðu, þá herjuðu og þeir Cananiterkóngar í Tahanak hjá Megíddóvatni en þeir unnu þar öngvan sigur.

Af himinum var barist í móti þeim, stjörnurnar í sinni rás stríddu í mót Síssera.

Þeir lækir í Kíson umveltu þeim, lækurinn Kedúmín, lækurinn Kíson.

Mín sál sté yfir þá styrku, þá bifuðust hestafæturnir af mistrausti þeirra sterkra riddara.

Bölvið þeim stað Merós sagði Guðs engill, bölvið hans borgurum, því þeir komu ekki Drottni til hjálpar, já, Drottni til hjálpar í móti risunum.

Blessuð veri Jael á meðal kvennanna, kona Heber þess Cheniter, blessuð sé hún í tjaldbúðunum á meðal kvennanna.

Hún gaf mjólk þá hann bað um vatn og bar smjör fram í einnri fordildarlegri skál.

Hún tók naglann í sína hönd og smiðshamarinn með sinni hægri hönd

og sló Síssera í gegnum sitt höfuð, hún leitaði höggstaðar og í gegnum boraði hans gagnaugu.

Fyrir hennar fótum beygði hann sig, féll niður og lagði sig. Hann beygði sig og féll niður fyrir hennar fætur, líka sem hann beygði sig so lá hann fallinn.

Síssera móðir sá út um vindugað og grét í gegnum grindurnar: Því tefur hans vagn að hann kemur ekki? Því eru hjölin hans vagna so sein?

Þær vísustu á millum hans kvenna svöruðu þá hún lét ekki af að harma: Skulu þeir ekki finna og herfanginu útskipta? Sérhverjum manni þá vænstu kvinnu eina eða tvær til býtis og Síssera mislituðum stönguðum klæðum til býtis, stönguðum mislitum klæðum um þeirra háls til býtis.

So skulu, Drottinn, allir þínir óvinir fyrirfarast. En þeir sem elska þig skulu vera líka sem sólarupprás í sinni magt.“

Og landið var kyrrt í fjörutígi ár.