VI.

Höfðingjarnir í Júda eru líka sem þeir eð flytja landamerki. Því vil eg úthella minni reiði yfir þá sem öðru vatni.

Efraím þolir yfirgang og er plágaður og það er rétt það hann hefur gefið sig til boðorða mannanna. Eg er Efraím einn mölur og motti og Júda húsi einn maðkur. Og þá Efraím fann sinnsjúkdóm og Júda sín sár þá dró Efraím í burt í Assyria og sendi boð til kóngsins í Jareb en hann kunni ekki að hjálpa yður, eigi heldur að lækna yðar sár. [ Því að eg er Efraím sem eitt león og Júda húsi sem leóns hvölpur. Eg, eg sundurríf þá og geng frá þeim, eg rek þá burt og enginn kann að hjálpa þeim.

Eg vil fara til mín staðar aftur þar til að þeir þekkja sín brot og leita að mínu augliti og þeim gengur illa þá skulu þeir árla vitja mín og segja: „Komið, vér viljum aftur til Drottins því hann hefur í sundurslitið oss, hann skal og lækna oss aftur. Hann hefur slegið oss, hann skal og græða oss. Hann skal gjöra oss lifandi eftir tvo daga, hann skal uppreisa oss á þann þriðja dag so vér skulum lifa fyrir honum. Þá skulum vér gaumgæfa og vel til vara taka að vér þekkjum Drottin. [ Því hann skal frambrjótast líka sem sá klári morgunroði og hann skal til vor koma sem eitt regn, já sem ein kveldskúr sá jörðina vökvar.

Því mun eg so vel gjöra við þig Efraím? [ Því mun eg gjöra so vel á móti þér Júda? Sú náð sem eg vil veita og auðsýna yður skal vera sem eitt dagský um morguninn, so sem morgundögg sú árla sig útbreiðir. Þar fyrir slétti eg þá fyrir prophetana og í hel slæ þá með orði míns munns, að þinn réttur skal koma til ljóssins. Því að á miskunn hefi eg þóknan en ekki þá offri og á viðurkenningu Guðs en ekki á brennifórnum. [

En þeir yfirtráðu sáttmálann líka sem Adam og so forsmáðu þeir mig. Því Gíleað er einn staður fullur með afguðadýrkan og blóðskuld. Og prestarnir með sínum selskap eru líka sem vegaræningjar hverjir að umsitja fólkið og myrða á veginum sem liggur til Sikím því þeir gjöra hvað þeir vilja. Eg sté í Ísraels hús fyrir hverju mig grúar því Efraím drýgir þar hóranir, svo saurgar Ísrael sig. En Júda skal hafa eina haustvinnu fyrir sig nær eg vil snúa fangelsi míns fólks. [