XIIII.

Sálmur Davíðs fyrir að syngja

Hinir [ fávísu segja í sínum hjörtum: „Enginn er Guð.“ Þeir duga ekkert og eru svívirðulegir í sinni breytni, þar er ekki einn sá eð gott gjörir.

Drottinn hann leit af himni ofan yfir mannanna sonu svo að hann sæi hvert nokkur mundi sá eð skiljandi væri og eftir Guði leitandi.

En allir þeir voru frásnúnir og allir saman hver með öðrum ónýtir orðnir, þar var enginn sá eð nokkuð gott gjörir og ekki einn.

Hvort vill enginn af þeim illgjörðamönnum merkja það? Þeir eð mitt fólk uppsvelgja að þeir ali sjálfa sig, en Drottinn ákalla þeir ekki.

Þar [ ugga þeir um sig en Drottinn er hjá kynslóð réttlátra.

Þér forsmáið ráðin hins volaða en Guð er hans trúnaðartraust.

Eg vilda það hjálpræðið út af Síon kæmi yfir Ísrael og það Drottinn frelsaði sitt hertekna fólk, þá mundi Jakob fagna og Ísrael vera glaður.