XIII.

Verið stöðugir í bróðurlegum kærleika og gestrisni forgleymið ekki því að fyrir hana hafa nokkrir (þeim óvitandi) englunum herbergi veitt. [ Hugleiðið bandingjana líka sem aðrir sambandingjar og þá sem mótgöngu líða svo sem að þér séuð einnin limir þess sama líkama. Hjúskapurinn skal heiðarlegur haldinn vera hjá öllum og hjónabandssængin óflekkuð. En frillulífismenn og hórunarmenn mun Guð dæma. Framferðið sé án ágirni og látið yður það nægja sem í nánd er því að hann hefur sagt: „Eg vil eigi yfirgefa þig né hjá fara láta.“ So að vér megum traustlega segja: „Drottinn er minn hjálpari, eg mun eigi óttast hvað maðurinn mun mér gjöra.“ Þenkið á yðra lærifeður þeir eð Guðs orð hafa sagt yður hverra ævilokum þá að hyggið og eftirfylgið þeirra trú.

Jesús Christus, gær og í dag og einnin sjálfur hinn sami að eilífu. [ Látið því eigi afleiða yður með margvíslegum og framandi lærdómum. Því að það er ágætlegt so að hjartað sé staðfast hvað helst að sker fyrir náðina, eigi fyrir fæðsluna, hvar út af öngva nytsemd hafa þeir sem þar með vilja Guði þjóna. Vér höfum það altari hvar af þeir sem tjaldbúðina rækja hafa ekkert vald til af að eta. Því hverra dýra blóð sem innborðið verður af æðsta kennimanninum í hið heilaga fyrir syndirnar þeirra sömu hræ verða uppbrennd utan herbúðanna. Fyrir því hefur einnin Jesús upp á það hann helgaði það fólk fyrir sitt eigið blóð utan borgarhliðs liðið. Því látum oss útganga til hans af herbúðum og bera hans vanvirðing. Því að vér höfum öngvan blífanlegan stað heldur leitum vér hins tilkomanda.

Því látum oss nú offra fyrir hann lofsins offur Guði alla tíma, það er ávöxt varanna, sem viðurkenna hans nafn. Gott að gjöra og með að skipta þá forgleymið ekki því að slíkt offur þóknast Guði vel. Hlýðið yðrum lærurum og fylgið þeim því að þeir vaka yfir yðrum sálum líka sem þeir eð reikningskap þar fyrir gefa skulu so að þeir gjöri það með gleði og eigi með andvarpan það það er yður ógagnsamlegt. Biðjið fyrir oss.

Vort traust er það að vér höfum góða samvisku og kostgæfum oss til góða umgengni að hafa hjá öllum. En eg meir en beiði yður þar til þvílíkt að gjöra upp á það eg kæmust hið allra fyrsta aftur til yðar.

En Guð friðarins, sá sem út hefur leitt í frá dauðum hinn mikla hirðir sauðanna, fyrir blóðið hins eilífa testamentis, vorn Drottin Jesúm Christum, hann gjöri yður skikkanlega í öllu góðu verki til að gjöra hans vilja og efli það með yður hvað fyrir honum þakknæmt er fyrir Jesúm Christum, hverjum að sé dýrð um aldur og að eilífu. Amen.

Eg beiði yður, kærir bræður, haldið mér það áminningarorð til góða því að eg hefi fátt eitt skrifað yður. Vitið það bróðir vor Tímóteus er laus aftur með hverjum, ef hann skjótlega kemur, mun eg sjá yður. Heilsið öllum yðar lærurum og öllum heilögum. Yður heilsa bræðurnir af Vallandi. Náðin sé með yður öllum. A M E N.

Skrifaður úr Vallandi

með Timotheo