XX.

Vín gjörir lausláta menn og sterkur drykkur [ galda, hver þar hefur lyst til verður aldrei vitur.

Skelfing konungsins er svo sem grenjan leónsins, sá hann styggir sá syndgar við sitt líf.

Það er manninum heiður að skilja sig við deilurnar en þeir eð deila gjarnan það eru allt saman afglapar.

Fyrir kulda sakir vill [ latur maður ekki erja, þar fyrir hlýtur hann um kornskurðartímann að biðja og ekki fá.

Eitt ráð í hjarta manns er svo sem djúp vötn en einn vitur maður kann að sjá hvað hann meinar.

Margir menn kallast [ góðir en hver vill finna þann sem réttilega góður er?

Réttlátur maður sá framgengur í sínum einfaldleik, þess börnum mun vel vegna eftir hann.

Kóngur sá eð situr í sínu dómssæti tvístrar öllu illu með sínu tilliti.

Hver má segja: „Hreinn er eg í mínu hjarta og klár af minni synd“? [

Margháttuð borg og mæling er hverttveggja fyrir Guði andstyggilegt.

Eitt ungmenni kenna menn af sinni iðni, hvert hann vill vera góður og hreinferðugur. [

Heyranda eyra og sjáandi auga það gjörir Drottinn hvorttveggja.

Elska ekki svefninn svo þú verðir ekki fátækur, halt opnum þínum augum, þá muntu brauðs nægð hafa. [

„Það er vont, það er vont“ segja menn þá þeir hafa það en þá það er í burt bera menn því prís.

Þar er gull og fjöldi gimsteina en bitur munnur er kostulegt clenodium.

Tak þú klæði þess sem fyrir annan í borgun gengur og pantset það fyrir sakir hins okieda.

Rangfengið brauð smakkar hverjum manni vel en þar eftir fyllist hans munnur upp með sandsteina.

Uppsátur standast nær þau byrjast með ráði og örlög skulu menn fremja með skynsemd.

Samlaga þig ekki við þann mann sem leyndarmál opinberar og við bakmáluga og falsmunna.

Hver hann bölvar sínum föður og sinni móður, þess ljós mun út slokkna í miðjum myrkrunum. [

Sú erfð sem menn [ hlaupa mikið eftir í fyrstu mun um síðir blessanar þarnast.

Seg ekki svo: ,Eg skal launa aftur illt.“ Bíð heldur Drottins, hann mun hjálpa þér. [

Margháttuð vigt er Drottni svívirðileg og röng vog er ekki góð.

Hvers eins manns gangur kemur af Drottni, hver er sá maður sem skilur sinn veg?

Það er manninum snara að lasta þann [ heilaga og þar eftir á áheit að gjöra.

Einn vís kóngur tvístrar þeim ómildu og færir hjól yfir þá.

[ Skriðljós Drottins er mönnum líf og andi, það gengur í gegnum allt hjartað.

Góðgirni og sannindi varðveita kónginn og hans hásæti styrkist fyrir góðgirnina.

Ungdómsins styrkleikur er hans heiður og þau gráu hárin eru prýðisfegurð hinna gömlu.

Menn hljóta að hamla þeim vondu með ströngu straffi og með alvarlegum höggum svo þeir kenni til.