IIII.

Því að sjá þú, þar kemur einn dagur, hann skal brenna sem einn ofn. [ Þá skulu allir forsmánarar og óguðlegir vera sem hálmur og sá tilkomandi dagur skal uppkveikja þá, segir Drottinn allsherjar, og hann skal hverki kvist né rót láta eftir vera af þeim. En sól réttlætisins skal upprenna yfir yður sem óttist mitt nafn og hjálpræðið undir þeim sömum vængjum. Og þér skuluð ganga út og inn og vaxa sem alikálfar. Þér skuluð undirtroða þá óguðlegu því þeir skulu vera aska undir yðrum fótum á þeim degi sem eg vil gjöra, segir sá Drottinn Sebaót.

Minnist þér á lögmál Moysi míns þénara hvert eg honum bífalaði upp á fjallinu Hóreb við allt Ísraelsfólk með þeim boðum og réttindum. [

Sjá, eg vil senda yður þann spámanninn Eliam áður en sá mikli og ógnarlegi dagur Drottins kemur. [ Hann skal snúa feðranna hjörtum til sonanna og sonanna hjörtum til sinna feðra so að eg komi ekki og slái jörðina með banni.

Ending prophetans Malachias