XXXII.

Og það bar svo til á því tólfta árinu, þann fyrsta daginn í þeim tólfta mánaðinum, að orð Drottins skeði til mín og sagði: [ Þú mannsins son, gjör þú einn sorgargrát yfir konunginum af Egyptalandi og seg þú til hans: Þú ert líka sem eitt león á meðal heiðinna þjóða og so sem einn sjávardreki og stökkur í þínum vatsstraumum og rótar vatninu með þínum fótum og gjörir það gruggugt. So segir Drottinn Drottinn: Eg vil kasta mínu neti yfir þig fyrir einn mikinn mannfjölda sem þig skulu reka í mitt lagnet og eg vil draga þig upp á landið og kasta þér upp á völluna so að allir fuglar himinsins skulu sitja á þér og öll dýrin af jörðunni skulu mettast af þér. Og eg vil kasta þínu hræi upp á fjöllin og uppfylla dalina með þinni hæð. Eg vil gjöra landið sem þú sveimar inni rautt af þínu blóði allt upp til fjallanna so að lækirnir skulu verða fullir af þér. Og nær eð það er nú með öllu útgjört um þig þá vil eg byrgja himininn og myrkva hans stjörnur og draga fyrir sólina með skýjunum og tunglið skal ekki skína. Og öll ljósin á himninum vil eg láta myrk verða yfir þér og eg vil gjöra myrkt í þínu landi, segir Drottinn Drottinn. [ Þar með vil eg skelfa hjörtun margra þjóða nær að eg læt heiðingjana formerkja þína hefndarplágu og mörg þau lönd sem þú þekkir ekki. Og margt fólk skal hrætt verða þinna vegna, þeirra konunga skal grúa fyrir þér nær að eg læt mitt sverð leiftra á móti þér og þeir skulu skelfast skyndilegana so að þeirra hjörtu skulu verða huglaus af þinni hrasan.

Því so segir Drottinn Drottinn: [ Konungsins sverð af Babýlon skal hæfa þig og eg vil niður slá þitt fólk fyrir kappanna sverðum og fyrir allsháttuðum hervíkingum heiðinna þjóða. Þeir skulu foreyða vegsemdinni Egyptalands so að allt þess fólk skal afmáð verða. Og eg vil fyrirkoma öllum dýrum í hjá því stóra vatninu so að einskis manns fótur og einskis dýrs klauf skal gjöra það gruggugt. Þá vil eg hreinsa þeirra vötn so að þeirra straumar skulu fljóta sem viðsmjör, segir Drottinn Drottinn, nær að eg hefi Egypaland í eyði lagt og foreytt því öllu sem þar er í landinu og í hel slegið alla þá sem þar búa inni, að þeir skulu formerkja að eg er Drottinn. Þar verður ein stór eymdarneyð sem menn mega vel harma, já margar dætur heiðinna þjóða skulu framflytja soddan grát yfir Egyptalandi að menn skulu gráta yfir öllu þessu fólki, segir Drottinn Drottinn.

Og á því tólfta árinu, þann fimmtánda daginn í sama mánaði, þá skeði orð Drottins til mín og sagði: Þú mannsins son, grát þú fólkið í Egyptalandi og steyp því niður með þeim dætrunum hinna öflugustu þjóðanna undir jörðina til þeirra sem ofan fara í gröfina. Hvar er nú þín vellysting? Far þú niður og legg þig hjá þeim óumskornu! Þeir skulu falla á meðal hinna í hel slegnu með sverðinu. Það sverðið er nú þegar tekið og því er útrykkt yfir allt þetta fólk. Þar út af skulu hinir öflugu kappar segja í helvíti meður sínum meðhjálparmönnum, þeir sem allir eru ofan farnir og liggja þar á meðal þeirra óumskornu og hinn aí hel slegnu með sverðinu.

Þar liggur Assúr grafinn með öllu sínu fólki allt um kring sem allir eru í hel slegnir og fallnir fyrir sverði. [ Þeirra legstaðir eru djúpir í gröfunum og hans fólk liggur garfið alla vegana um kring sem allir eru í hel slegnir og fallnir fyrir sverðinu, fyrir hverju það öll veröldin var hrædd.

Þar liggur einnin Elam grafinn með allan sinn flokk allt um kring, þeir sem allir eru slegnir og fallnir fyrir sverðinu og niður farnir líka sem hinir óumskornu undir jörðina, fyrir hverjum að öll veröldin var hrædd. [ Og þeir skulu bera sína skömm meður þeim sem ofan fara í gröfina. Þeir voru þar lagðir með allan sinn mannfjölda á meðal hinna í hel slegnu og þeir liggja þar grafnir allt um kring og eru allir líka sem hinir óumskornu og í hel slegnir með sverðinu, fyrir hverjum að einnin það öll veröldin hlaut að vera hrædd. Og þeir skulu bera sína skömm með þeim sem ofan fara í gröfina og vera þar á meðal hinna í hel slegnu.

Þar liggur Mesek og Túbal meður allan þeirra mannfjölda, grafnir allt um kring, sem allir eru óumskornir og í hel slegnir með sveðrinu, fyrir hverjum að öll veröldin hlaut einnin hrædd að vera og allir aðrir kappar sem fallnir eru á meðal hinna óumskornu og ofan eru farnir til helvítis með sínum hervopnum og þeir eð lögðu sín sverð undir sín höfuð og þeirra misgjörningur er kominn yfir þeirra bein, þeir eð einnin voru hræðilegir kappar í allri veröldinni, þó hljóta þeir að liggja. [ Eins so þá skaltu og einnin vissilegana í sundur kraminn verða á meðal hinna óumskornu og liggja so á milli þeirra sem í hel slegnir eru með sverðinu.

Þar liggur Edóm meður sínum konungum og öllum sínum höfðingjum á meðal hinna í hel slegnu með sverðinu og á meðal hinna óumskornu, með þeim öðrum sem ofan fara í gröfina, hverjir þó hafa verið megtugir, já allir höfðingjarnir af norðrinu hljóta þangað og allir Zidonier sem eru ofan farnir meður hinum í hel slegnu og þeirra hræðileg magt er orðin til skammar og þeir skulu liggja á meðal hinna óumskornu og þeirra sem í hel slegnir eru með sverðinu og bera sína skömm meður þeim sem ofan í gröfina fara. [

Þessa skal faraó sjá og hugga sig með öllu sínu fólki sem undir honum eru í hel slegnir með sverðinu og með öllu sínu herliði, segir Drottinn Drottinn. [ Því að öll veröldin skal enn eitt sinn uggandi um sig fyrir mér so að faraó og allur hans mannfjöldi skal liggja á meðal hinna óumskornu og í hjá þeim sem eru í hel slegnir með sverðinu, segir Drottinn Drottinn.