LXIX.

Sálmur Davíðs að syngja fyrir. Af rósinni.

Guð, frelsa þú mig því að vatnið tekur inn að renna allt til minnar sálu.

Eg síg niður í djúpan saur þar eð enginn botn er, eg em kominn í sjávardjúpið og vatsflóðið vill drekkja mér.

Eg hefi kallað mig móðan svo mínar kverkar eru rámar orðnar, sýnin tekur mér að þverra út af langri eftirvænting á minn Guð.

Þeir eð mig hata fyrir ekki þeir eru fleir en hárið á höfði mér.

Þeir eð ranglega ofsækja og skaða mig eru megtugir, eg verð að borga það sem eg rænta ekki.

Guð, þú veist mína fákænsku og mínar skuldir eru ekki duldar fyrir þér.

Lát þá ekki til skammar verða á mér sem vænta þín, Drottinn, Drottinn allsherjar, lát ei að vanvirðu verða yfir mér þá sem leita þín, Guð Ísraels.

Því að þinna vegna þoli eg forsmán, mitt andlit er fullt af kinnroða.

Eg em framandi vorðinn mínum bræðrum og ókunnigur sonum minnar móður.

Því að vandlæti þíns húss étur mig og brígslanir þeirra sem þér brígsla falla yfir mig. [

En eg fastaði og grét beisklegana og þeir gjörðu og so gys að mér.

Eg færða mig í sekk en þeir gjörðu spé að því.

Þeir sem í portunum sitja ræða um mig og við öldrykkjurnar kveða þeir um mig.

En eg, Drottinn, bið til þín í hagkvæmilegan tíma, Guð, fyrir mikilleik miskunnar þinnar þá heyr þú mig í sannleika þíns hjálpræðis.

Hjálpa þú mér burt úr þeim saurindunum svo að eg sökkvi ei niður, að eg svo frelsaður verði í frá þeim sem mig hata og í burt úr djúpi vatnanna,

svo að vatsflóðið drekki mér ekki og djúpið svelgi mig ei og sá pytturinn lúki ei sinn munn saman yfir mér.

Bænheyr þú mig, Drottinn, því þín miskunn er huggunarsamleg, snú þú þér til mín eftir mikilleik miskunnsemda þinna.

Og hyl ekki andlit þitt fyrir þjón þínum því að eg kveljunst, heyr þú mig snarlega.

Nálgast þú sálu mína og frelsa þú hana, frelsa mig fyrir minna óvina sakir.

Þú veist mína forsmán, skömm og hneisu, mínir mótstöðumenn allir eru fyrir þinni augsýn.

Sú forsmán kremur mitt hjarta og krenkir mig, eg hugða að hvert að nökkrum mundi það aumlegt þykja en þar var sá enginn, og ef að sá væri nokkur sem mér hugsvala vildi en eg fann öngvan.

Og þeir gáfu mér gall að eta og edik að drekka í mínum mikla þorsta. [

Þeirra [ matborð það verði fyrir þeim að snöru, til endurgjald og til einnrar gildru.

Þeirra autu hljóti myrkur að verða svo að þeir sjái ei og lendar þeirra lát ætíð veiklast.

Úthell þinnar heiftar bræði yfir þá og þín grimmdarreiði hún höndli þá.

Þeirra bústaður verði í eyði og ei sé þar sá neinn eð búi þeirra tjaldbúðum. [

Því að þeir ofsækja þann sem þú hefur lamið og hælast um það að þú leggur mjög illt á þína.

[ Láttu þá hrasa í eina synd eftir aðra so að þeir komist ei til þíns réttlætis.

Afskaf þú þá af lífsbókinni svo að þeir verði ei uppskrifaðir með réttferðugum. [

En eg em fáráður og harmþrunginn, Guð, þitt hjálpræði það verndi mig.

Nafnið Guðs vil eg prísa með lofsöng og eg vil háleitlega heiðra hann með þakkargjörð.

Það mun Drottni betur þóknast heldur en einn uxi sá eð hefur horn og klaufir.

Hinir fáráðu sjá nú það og gleðja sig og þeir eð Guðs leita, á þeim mun hjartað lifna,

því að Drottinn heyrir hina fátæku og fyrirlítur ekki sína bandingja.

Himnarnir, jörðin og sjórinn þá lofi hann og allt hvað sig hrærir þar inni.

Því að Guð hann mun hjálpa Síon og borgirnar í Júda uppbyggja so að menn byggi þar og í eignarsetu sitji.

Og sæðið hans þjóna mun hana erfa og þeir eð hans nafn elska munu þar inni búa.