IIII.

Þá Ísraelssynir sem bjuggu í Gyðingalandi heyrðu slíkt óttuðust þeir hann mjög og skelfing og hræðsla kom yfir þá því að þeir voru þar um hræddir að hann mundi gjöra við Jerúsalem og við musterið Drottins líka so sem hann hafði gjört við aðrar borgir og þeirra afguðahús. Þar fyrir sendu þeir um allt Samarialand allt að Jeríkó og settu stríðsfólk í allar styrkvar borgir, á fjallbyggðunum og gjörðu múrveggi um sína bæi og söfnuðu vistum og viðurbúningi til bardaga.

Og Jójakím prestur sendi skrif til allra þeirra sem bjuggu gagnvart Esdrelom, það er gegnt þeim miklu völlum hjá Dótaím, og til allra þeirra hvar óvinirnir máttu í gegnum komast að þeir skyldu varðveita einstíginn fjallanna sem liggja til Jerúsalem. [ Og Ísraelssynir gjörðu so sem Jójakím kennimaður Drottins bauð þeim.

Og allt fólkið kallaði til Drottins alvarlega og menn og þeirra kvinnur lítillækkuðu sig með föstum og bænaákalli. [ En kennimennirnir íklæddust sekkjum og börnin lágu úti fyrir musteri Drottins. Og altari Drottins var yfirbreitt með einum sekk. Og þeir báðu til Drottins Ísraels Guðs með einum huga að þeirra börn og kvinnur yrðu ekki herteknar og að þeirra borgir skyldu ekki niðurbrjótast og þeirra helgidómur skyldi eigi verða saurgaður og að þeir ei yrði svívirtir af heiðingjum.

Og Jójakím sá æðsti kennimaður Drottins gekk um kring, áminnandi allt Ísraelsfólk, og sagði: „Þér skuluð víst vita að Drottinn yðar Guð mun bænheyra yður ef þér látið ekki af með föstum og bænahaldi fyrir Drottni. Hugsið um Mosen þénara Drottins sá ei með sverði heldur með heilagri bæn sló Amalek hver eð treysti á sína magt og kraft, á sitt herlið, skjöldu, vagna og riddaralið. [ Eins skal það ganga öllum óvinum Ísrael ef þér so gjörið yfirbót sem þér hafið uppbyrjað.“

Og eftir slíka áminning báðu þeir til Drottins og voru fyrir Drottni so það einnin prestarnir gengu í sekkjum og höfðu ösku yfir höfði og fórnfærðu so Drottni brenniófrnir. Og þeir báðu allir Drottin af öllu hjarta að hann vildi vitja síns fólks Ísrael.