X.

Og þeir eð innsigluðu voru þessir: [ Nehemía Hatírsata son Hakalja og Sedekía, Seraja, Asarja, Jeremía, Pashúr, Amrja, Malkía, Hattús, Sebanja, Mallúk, Harím, Meremót, Óbadía, Daníel, Gintún, Barúk, Mesúllam, Abía, Mejamín, Maeseja, Bilgaí og Semaja, það voru kennimennirnir.

En Levítarnir voru þessir: [ Jesúa son Asanja, Binúí á meðal sona Henadad, Kadmíel og þeirra bræður, Sekanja, Hódía, Klíta, Plaja, Hanan, Míka, Rehób, Hasabja, Sakúr, Serebja, Sebanja, Hódía, Baní, Benínú.

En höfðingjar fólksins voru: [ Pareos, Pahat Móab, Elam, Satú, Baní, Búní, Asgad, Bebaí, Adónía, Bigvaí, Adín, Ater, Hiskía, Asúr, Hodíja, Hasúm, Besaí, Haríf, Anatót, Nevbaí, Magpías, Mesúllam, Hesír, Mesesabeel, Sadók, Jaddúa, Platja, Hanan, Ananja, Hósea, Hananja, Hasúb, Halóhes, Pílha, Sóbek, Rehúm, Asabna, Maeseja, Ahía, Hanan, Anan, Mallúk, Harím og Baena. Og það annað fólk: Prestarnir, Levítarnir, dyraverðirnir, söngvararnir, Nethíním og allir þeir sem sig höfðu skilið frá fólkinu í landinu til Guðs laga með sínum kvinnum, sonum og dætrum, allir þeir sem það gátu undirstaðið og þeirra megtugu lofuðu þessu sinna bræðra vegna.

Og þeir komu að sverja og skuldbinda sig með sínum eiði að þeir skyldu ganga í Guðs lögmáli því sem þeim var gefið fyrir Mosen Guðs þénara, að þeir vildu halda og gjöra eftir öllum Guðs vors Drottins boðorðum, réttindum, státútum, og að vér skyldum ekki gefa landsins innbyggjurum vorar dætur, eigi skyldum vér heldur taka þeirra dætur til vorra sona og þá fólkið í landinu flutti um sabbatsdaga vöru og allsháttaða atvinnu til kaups þá skyldu vér ekki taka það af þeim um þvottdaginn og aðra helga daga og að vér á því sjöunda ári skyldum láta allra handa þyngsl vera frí, og lögðum eitt boðorð upp á oss að vér skyldum árlega gefa hinn þriðja hlut af einum sekel til þjónustugjörðarinnar í vors Guðs húsi, sem er til skoðunarbrauða, til daglegs matoffurs, til daglegrar brennifórnar um sabbatinn, til kalendahátíða og helgra daga og til þeirra sem helguðust, til syndaoffurs með hverju Ísrael blífur forlíktur og til allra handa gjörnings í vors Guðs húsi. Og vér köstuðum hluti á meðal kennimannanna, Levítanna og fólksins um viðarins offur hvað menn skyldi árlega færa til vors Guðs húss eftir vorra feðra húsi í tilsettan tíma til að brenna á Drottins vors Guðs altari svo sem skrifað stendur í lögmálinu og árlega fram að bera þann fyrsta vors landsgróða og allra trjánna fyrstan ávöxt til Guðs húss og þá frumgetnu af vorum sonum og af vorum fénaði svo sem skrifað stendur í lögmálinu og vora frumburði af vorum nautum og sauðum, að vér skyldum færa allt þetta til vors Guðs húss til kennimannanna þeirra sem þjónuðu í húsi Drottins og að vér skyldum bera fram hið fyrsta af voru deigi og af vorum upplyftingum af allra handa trésávöxtum, vín og viðsmjör til kennimannanna í hirsluna hjá vors Guðs húsi og tíund af voru landi til Levítanna að Levítarnir skyldu hafa tíund af öllum stöðum þar vér hefðum akurvinnu. [

Og presturinn, son Aron, skal og hafa með Levítunum af Levítanna tíundum so að Levítarnir skulu uppfæra tíund af þeirra tíundum í vors Guðs hús í örkina í féhirsluhúsinu. Því að Ísraelssynir og synir Leví skulu uppfæra upplyfting kornsins, vínsins og viðsmjörsins í hirsluna þar eð helgidómskerin eru og prestarnir sem þar þjóna og dyraverðirnir og söngvararnir so að vér yfirgefum ekki vors Guðs hús.“