XIIII.

Vitur kona uppbyggir hús en hin fávísa niðurbrýtur það með sínum verknaði. [

Hver hann óttast Drottin sá gengur á réttum vegi en sá sem hann foraktar snýr af hans vegi.

Heimskir tala drambsamlega en vitrir menn geyma sinn munn.

Hvar að eru engin [ yxn þar er tóm jötan en hvar uxinn er gagnsamur þar er mikil inntekt.

Trúr vottur lýgur ekki en einn ljúgvottur ber einarðlega fram lygi.

[ Háðgjarn maður leitar visku og finnur ekki en hyggnum mönnum er næmið létt.

Gakktu frá heimskum því þú lærir ekkert af honum.

Það er viska hyggins manns að hann vaktar upp á sinn veg en það er heimska fávísra að ekki er með þeim utan svik ein.

Heimskir drýgja sinn dáruskap með syndinni en góðir menn hafa þóknan á góðum.

Nær hjartað er hryggt þá stoðar engin ytri huggan.

Hús ómildra mun afmást en tjaldbúð réttlátra mun blómgast.

Nokkrum manni líkar stundum einn vegur vel en með seinsta leiðir hann hann í dauðann.

Eftir hlátur kemur hryggð og [ harmur eftir fögnuð.

Einum laussinnuðum manni mun svo ganga sem hann gjörir en góður maður mun yfir honum vera.

Bernskur maður trúir öllu en forsjáll maður gáir að sínum vegi.

Vitur maður óttast og hneigir frá illu en einn dári hleypur djarflega fram.

Óþolugur maður gjörir dárlega en vel forhugsaður maður hatar það.

Hinir bernsku erfa heimskuna en forsjállega að höndla er spakra manna kóróna.

Vondir hljóta að beygja sig fyrir góðum og ómildir fyrir dyrum réttlátra.

Fátækan mann hata einnin hans náungar en ríkir menn hafa marga vini.

Sá syndugi hatar sinn náunga en sá er sæll sem aumum miskunnar.

Þeim sem vondum [ hrekkjum fara fram verða blekktir en þeir sem gott hugsa öðlast trú og góðheit.

Þar er nóg sem menn erfiða en hvar sem menn með [ orðum einum umganga þar er eymd.

Vitrum manni eru auðæfin kóróna en heimska fávísra blífur heimska.

Trúr vottur frelsar lífið en falsvottur svíkur. [

Hver hann óttast Drottin sá hefur öruggt vígi og börn hans verða vernduð.

Ótti Drottins er brunnur lífsins so að menn forðist snörur dauðans.

Hvar einn kóngur hefur margt fólk það er hans heiður en sé ekki fólksfjöldinn það gjörir herrann hræddan.

Hver þolinmóður er sá er vitur en sá sem er óþolugur hann auglýsir sína óvisku. [

Eitt (glatt) góðgjarnt hjarta er líkamans líf en rotnan beinananna er öfundin.

Hver vesölum gjörir ofríki sá lastar skapara hans en sá sem miskunnar fátækum hann heiðrar Guð. [

Ómildur stenst ekki í sinni ólukku en réttvís maður er líka í sínum dauða hughraustur.

Í hyggins manns hjarta hvílir viskan og opinberast meðal fávísra.

Réttlæti upphefur eina þjóð en syndin er fólksins fordjörfun.

Skynsamur þjón er kónginum þekkur en ónýtum þjón er hann óvinur.