VI.

Og Davíð samansafnaði aftur á ný öllum ungum mönnum í Ísrael, að tölu þrjátígir þúsundir, og tók sig upp og fór með allt það fólk sem var hjá honum af Júdaborgurum að flytja Guðs örk þangað hvör að kallaðist Drottins Sebaóts nafn býr þar á yfir kerúbím. Og þeir létu setja Guðs örk á einn nýjan vagn og tóku hana af Abínadabs húsi sem bjó í Gíbea. En uxa Úsa og Ahjó, synir Abínadab, stýrðu þeim nýja vagni. Og sem þeir óku út með Guðs örk af húsi Abínadab og Ahjó gekk fyrir örkinni þá lék Davíð og allt Ísraels hús fyrir Drottni allra handa hljóðfæri sem af tré voru gjörð: Hörpur, gígjur, psalteria, bjöllur og simfón.

Og þá þeir komu til þeirrar hlöðu Nakon þá rétti Úsa út hönd sína og hélt Guðs örk því að uxarnir gengu af veginum. Þá reiddist Drottinn Úsa so að Guð sló hann þar niður sökum hans ofdirfðar svo að hann féll dauður þar niður hjá Guðs örk. Þá varð Davíð hryggur sökum þess skarðs sem hann gjörði á Úsa. Og hann kallaði þann sama stað Peres Úsa allt til þessa dags. Og á þeim sama degi óttaðist Davíð fyrir Drottni og sagði: „Hvernin má örk Drottins koma til mín?“ [ Og hann vildi ekki láta flytja hana til sín í Davíðsborg heldur lét hann færa hana í hús Óbeð Edóm af Get. [ En sem örk Drottins hafði verið í húsi Óbeð Edóm af Get í þrjá mánuði þá blessaði Drottinn hann og allt hans hús.

Davíð kóngur spurði þetta að Drottinn hafði blessað hús Óbeð Edóm og allt það hann hafði sökum Guðs arkar. Þá fór hann og sótti Guðs örk og flutti hana úr húsi Óbeð Edóm og til Davíðsborgar með gleði. Og sem þeir höfðu gengið fram með Guðs örk sex skref þá offruðu þeir einum uxa og einum feitum sauð. Og Davíð lék fyrir af öllu megni fyrir Drottni og var umgyrtur með einum lífkyrtli. Og Davíð og allur Ísrael flutti Guðs örk upp með fagnaði og hljóðfærum.

En sem Guðs örk kom inn í Davíðsborg þá leit Míkól dóttir Saul út um glugg einn og sá að Davíð kóngur lék og dansaði fyrir Drottni. Þá forsmáði hún hann í sínu hjarta. En sem þeir innfluttu örk Drottins þá settu þeir hana í sinn stað mitt í tjaldbúðina þá sem Davíð hafði uppreist til hennar. Og Davíð offraði brennifórnum og þakkarfórnum fyrir Drottni. En sem Davíð hafði offrað brennifórnum og þakklætisfórnum blessaði hann fólkið í Drottins Sebaóts nafni og hann gaf öllu fólki og öllum Ísraelssafnaði, bæði mönnum og kvinnum, hverjum fyrir sig, einn brauðleif og eitt kjötstykki og steikt similubrauð með viðsmjöri. [ Þá fór allt fólkið í burt hver í sitt hús.

En sem Davíð kom nú aftur að blessa sitt hús þá gekk Míkól dóttir Saul út í mót honum og sagði: [ „Hversu vegsamlegur var kóngurinn af Ísrael hver eð afklæddist fyrir ambáttum þénara sinna og lék nakinn sem fantar.“ En Davíð sagði til Míkól: „Eg vil leika fyrir Drottni þeim sem mig útvaldi heldur en þinn föður og heldur en allt hans hús og hefur boðið mér að vera höfðingja yfir Drottins fólki, yfir Ísrael. Og eg vil nú enn verða minni og eg vil lítillækka mig í mínu augliti og vegsamast með þeim ambáttum sem þú talaðir um.“ En Míkól dóttir Saul átti ekki börn allt til dauðadags.