III.

Og Drottinn sagði til mín: „Gakktu enn einu sinni í burt og ligg hjá þinni frillu og hórkonu líka sem Drottinn liggur hjá Ísraelsbörnum. En þeir snúa sér þó til annarlegra guða og láta lokka sig fyrir eina könnu víns.“ Og eg varð ásáttur við hana um fimmtán silfurpeninga og fyrir hálfan annar hómer byggs. Og eg sagða til hennar: „Haltu við mig nokkra stund og drýg öngvan hórdóm og lát öngvan annan til þín því eg vil og halda við þig.“

Því að Ísraelsbörn skulu langan tíma vera án kóngs, án höfðingja, án offurs, án altaris, án lífkyrtils og án helgidóms. [ En eftir það skulu Ísraelsbörn umvenda sér og leita að Drottni þeirra Guði og að Davíð þeirra kóngi og þeir skulu dýrka Drottin og lofa hans náð í síðustu tíð. [