Hóseas kennir, að Guð vilji miskunna sig yfir Gyðinga, ef þeir snúi sér til hans, og bæti ráð sitt.

1Drottinn sagði til mín: far enn, og elska konu þá, er áður hefir unnt öðrum manni, en gjört síðan við hann hjúskaparspjöll; þú skalt unna henni, eins og Drottinn elskar Ísraelsmenn, en þótt þeir hafi augun á hjáguðum og séu sólgnir í þrúgnasykur.2Eg keypti mér þá konu fyrir 15 sikla silfurs og hálfan annan gómer byggs,3og sagði til hennar: ver kyrr hjá mér í marga daga, frem ekki hórdóm, og skipt þér ekki af öðrum mönnum, þá skal eg líka halda tryggð við þig.4Því Ísraelsmenn skulu í marga daga vera án konungs og höfðingja, án fórnar og líkneskja, án hökuls og húsgoða.5Eftir það skulu Ísraelsmenn snúa sér og leita Drottins, síns Guðs, og Davíðs, síns konungs; þeir skulu flýja á náðir Drottins og til hans miskunnar á hinum síðustu tímum.

V. 1. Þrúgnasykur: af þrúgnalegi var fyrst tilbúið þrúgnasýróp, þetta var síðan soðið, uns það harðnaði og varð þá úr því þrúgnasykur, þynntu menn það aftur og gjörðu úr því sætan, ljúffengan drykk.