Sigurvinningar Davíðs. Hans embættismenn. (2 Sam. 8).

1Eftir þetta vann Davíð Filisteanna, og beygði þá, og tók úr hendi Filisteanna Gat og hennar dætur.2Og hann sigraði Móabítana, og Móabítar urðu Davíðs þegnar og færðu (honum) gáfur.3Og Davíð vann Hadareser kónginn í Sóba í Hemat, þá hann fór til að grundvalla sitt veldi við ána Frat.4Og Davíð tók af honum þúsund vagna og 7 þúsund reiðmenn og 20 þúsund fótgönguliðs, og lesti alla vagnhestana, og hélt aðeins eftir af þeim einu hundraði.5Og sýrlenskir frá Damaskus komu til liðs við Hadareser, kónginn í Sóba, og Davíð felldi af sýrlenskum 22 þúsund manns.6Og Davíð lét setulið vera í Damaskus á Sýrlandi, og sýrlenskir urðu Davíðs þegnar, sem færðu (honum) gáfur. Þannig veitti Drottinn Davíð sigur, hvört sem hann fór.7Og Davíð tók gullskildina, sem Hadaresers þegnar báru og flutti þá til Jerúsalem.8Og úr Tibehad og úr Kún, borgum Hadaresers tók Davíð mjög mikið eir. Þar af gjörði Salómon eirhafið, og stólpana og eiráhöldin.9Þá Toú konungurinn í Hemat a) heyrði, að Davíð hefði sigrað alla makt Hadaresers kóngsins í Sóba,10sendi hann Hadoram, son sinn, til Davíðs kóngs, til að spyrja um hans velgengni, og óska honum til lukku, að hann hafði barist við Hadareser og unnið hann, (því Toú var í stríði við Hadareser) og (líka sendi hann) alls konar ker af gulli, silfri og eiri.11Einnegin þessi helgaði Davíð konungur Drottni, ásamt með því silfri og gulli, sem hann hafði tekið af öllum þjóðum, af Edómítum og Móabítum, og af Ammonssonum og af Filisteum, og af Amalekítum.12Og Abisai, sonur Serúja, vann Edómíta í Saltdalnum, 18 þúsund að tölu.13Og hann lagði setulið í Edom, og allt Edomsland komst undir Davíð. Og þannig gaf Drottinn Davíð sigur hvört sem hann fór.
14Og Davíð ríkti yfir öllum Ísrael, og lét allt sitt fólk njóta laga og réttinda.15En Jóab sonur Serúja var yfir hernum, og Jósafat, sonur Ahiluds var kanselleri,16og Sadok sonur Ahitubs, og Abimelek, sonur Abiatars voru prestar, og Savfa skrifari.17Og Benaja sonur Jójada var yfir lífvaktinni, og synir Davíðs voru þeir fyrstu við kóngsins hönd.

V. 21. Devt. 4,7. 2 Sam. 7,23. V. 27. 2 Sam. 7,29.