Job talar um sína liðnu ævi.

1Job hélt áfram að tala og sagði:2ó! að eg væri sem á þeim liðnu mánuðum, eins og á þeim dögum, þá Guð varðveitti mig,3þegar hans ljós skein yfir mínu höfði, þá eg gekk við hans ljós í myrkrinu.4Eins og þá eg var á dögum míns kraftar, þegar Guðs vinskapur var yfir minni tjaldbúð;5þegar sá almáttugi enn nú var með mér; þegar mínir þénarar umkringdu mig.6Þegar eg þvoði mínar fætur í mjólk, og kletturinn, við mína hlið, úthellti olíu.7Gengi eg gegnum staðinn út af portunum, eða léti eg búa mér sæti á torginu,8þá földu unglingarnir sig sem sáu mig; og öldungarnir risu upp og stóðu.9Höfðingjarnir hættu að tala og lögðu hönd sér á munn.10Furstanna raust faldi sig og þeirra tunga hékk fast við þeirra góm.11Það eyra sem heyrði mig prísaði mig sælan, og það auga sem sá mig, gaf mér (heiðurlegan) vitnisburð.12Því eg hjálpaði þeim fátæka sem kveinaði og þeim föðurlausa sem engan aðstoðarmann hafði.13Blessan hins föðurlausa kom yfir mig, og ekkjunnar hjarta fyllti eg með fögnuði.14Eg íklæddi mig réttlætinu, það var minn fatnaður, rétturinn var mín kápa og höfuðprýði.15Eg var auga þess blinda og fótur hins halta.16Eg var faðir hinna fátæku og málefni hins ókennda rannsakaði eg.17Kjálkatönnur hins rangláta braut eg, og reif bráðina úr hans gini.18Þá sagði eg: í mínu hreiðri vil eg uppgefa andann, og mína daga vil eg margfalda sem sand.19Mín rót sýgur í sig vatnið, og döggin fellur á nóttunni yfir mínar greinar.20Minn heiður er alltíð nýr, og minn bogi fær nýjan kraft í minni hendi.21Þeir hlýddu á mig og biðu, þeir þögðu við mínar tillögur.22Upp á mín orð svöruðu þeir ekki, því yfir þá úthellti eg mínu tali.23Þeir biðu mín eins og regns, og opnuðu sinn munn eins og eftir þeim seinustu dropum.24Eg brosti upp á þegar þeir voru huglausir; og glaðleiki míns andlitis hryggði þá ekki.25Væri eg í félagi með þeim, varð eg að sitja efst, og eg var þar eins og kóngur meðal hans stríðsmanna, sem huggari meðal þeirra sem syrgja.