Spádómur um eyðileggingu Babelsborgar; um Idúmeu; um Arabíu.

1Spádómur um vatna a)öræfin. Eins og fellibyljir detta á úr suðri, eins kemur hann b) úr eyðimörkinni, hinu óttalega landinu.2Ógurleg er sú sýn, sem mér hefir birst: „Ræninginn rænir, herjandinn herjar! Farið upp þangað, þér Elamsmenn! Gjörið honum umsátur, þér Medíumenn! Eg vil enda gjöra á allri andvarpan.“3Þess vegna eru lendar mínar gagnteknar af kvöl; sárir verkir hremma mig, eins og jóðsóttin, sængurkonuna. Eg engist saman, svo eg heyri ekkert, eg er svo truflaður, að eg sé ekkert.4Hjarta mitt er á flökti; skelfing hefir yfirfallið mig skyndilega; mig hryllir við því kvöldinu, sem eg þráði eftir.5Borðin eru sett fram, allsnægtir framreiddar; menn eta og drekka;—„Rísið upp hershöfðingjar, smyrjið skjölduna!“6Því svo sagði Drottinn til mín: Far, og set út vörð, sem segi, hvað hann sér.7Varðmaðurinn sá reiðmenn koma ríðandi, tvo og tvo, á hestum, ösnum og úlföldum. Hann gætti að þeim vandlega og með miklu athygli.8Síðan kallaði hann, eins (hátt) og ljón: eg var, Drottinn, alltaf á daginn uppi á sjónarleitinu, og stóð á verði mínum allar nætur.9Og sjá, þar komu reiðmenn ríðandi á hestum, tveir og tveir. Þá tók hann til orða og sagði: hún er fallin, Babelsborg er fallin, og allar hennar goðalíkneskjur liggja sundurbrotnar á jörðunni.10„Hún er sundurþreskt af mér, og barin á mínum kornláfa“. Það sem eg hefi heyrt af Drottni allsherjar, Ísraels Guði, það hefi eg kunngjört yður.
11Spádómur um Dúmaland. Einhvör kallar til mín ofan af Seirsfjalli: vökumaður, hvað líður nóttunni? hvað líður nóttunni, vökumaður?12Vökumaður svaraði: „morgun er kominn, og þó er nótt. Ef þér viljið spyrja, þá spyrjið; komið aftur, komið!“
13Spádómur um Arabíu. Þér sem farið lestaferðir til Dedansmanna, takið þér náttstað í skógunum í Arabíu!14Þér, sem búið í Temalandi, komið út með vatn á móti þeim, sem þyrstir eru; hjálpið þeim um brauð, sem farflótta eru!15Því þeir flýja fyrir sverðum, þeir flýja undan brugðnu sverði, undan bendum boga, undan þungum ófriði.16Því svo hefir hinn Alvaldi sagt við mig: áður en eitt ár er liðið, eins og ár daglaunamanna eru talin, skal liðsafli Kedaringa undir lok líða,17og ekki skal eftir verða nema fátt eitt af bogmönnunum, Kedars hraustu ættniðjum; því Drottinn, Guð Ísraels, hefir sagt það.

V. 1. a. Vatnaöræfin, Babelsland; b. hann, óvinurinn, sem átti að eyðileggja Babelsborg.