Ýmisleg lög. Straff fyrir vanhelgun hvíldardagsins. Minnisbarmarnir.

1Og Drottinn talaði við Móses og mælti:2tala þú við Ísraelssyni og seg þeim: þegar þér komið í það landið sem þér eigið að byggja, er eg gef yður,3og þér færið Drottni fórn sem tendrast skal, brennifórn eða sláturfórn, vegna heilags áheitis, eða sjálfviljuglega, eða á yðar hátíðum, til að gjöra Drottni þægilegan ilm, af nautum eða smáfénaði:4svo komi hvör sá sem fórnargáfu færir Drottni, með, svo sem matoffur, hveitimjöl tíunda part, og sé hellt yfir viðsmjöri fjórða parti af hín;5og vín til þakkarfórnar, fjórða part af hín, skaltu fram láta til brennifórnarinnar, eða sláturfórnarinnar með hvörjum sauð.6Og með hrút skaltu frambera tvo tíunda parta hveitimjöls, yfirdöggvaða með þriðja parti af hín;7og vín til þakkarfórnarinnar skaltu frambera þriðja part, þægilegan ilm fyrir Drottni.8Og þegar þú fórnfærir ungu nauti til brennifórnar, eða sláturfórnar, vegna heilags áheitis, eða til þakkarfórnar Drottni:9svo framberi maður með nautinu, sem matoffur, þrjá tíundu parta hveitimjöls, yfirdöggvaða með viðsmjöri, hálfri hín;10og vín skaltu frambera til þakkarfórnar, hálfa hín, sem upptendrun þægilegs ilms fyrir Drottni.11Svo skal gjöra við uxa eða við hrút, eða við sauð, eða við geit;12eftir tölu þeirri sem þér offrið skuluð þér gjöra við hvað eitt, eftir þess tölu.13Sérhvör innfæddur skal gjöra þetta þannig, til að færa Drottni upptendran þægilegs ilms.14Og sé útlendur maður meðal yðar, eða hvör sem meðal yðar er hjá yðar niðjum, og hann færir Drottni upptendrun þægilegs ilms: þá skal hann gjöra eins og þér gjörið.15Allur söfnuðurinn, skal svo gjöra, ein regla sé fyrir yður og útlendinginn; eilíf regla fyrir yðar ókomnu kynslóðir; sem þér, svo skal og sá útlendi vera fyrir Drottni.16Eitt lögmál, einn réttur skal vera fyrir yður og þann útlenda, sem hjá yður býr.
17Og Drottinn talaði við Móses og mælti:18tala þú við Ísraelssyni og seg þeim: þegar þér eruð komnir í það land sem eg flyt yður í,19og þér etið af brauði landsins: svo skuluð þér gefa Drottni upplyfting;20sem frumgróða yðar korns skuluð þér gefa eina köku til upplyftingar; eins og upplyftingin af yðar hlöðu er, svo skuluð þér og gefa þessa.21Af frumgróða yðar korns skuluð þér gefa Drottni upplyfting, sömuleiðis yðar niðjar.22Og þegar þér brjótið, og ekki haldið öll þessi boðorð, sem Drottinn hefur talað til Móses,23allt sem Drottinn hefur yður boðið fyrir Móses, frá þeim degi er hann gaf yður boðorð, og upp frá því til yðar eftirkomenda;24og sé einhvör yfirsjón drýgð á bak við söfnuðinn, svo fórnfæri allur söfnuðurinn ungum bola, sem brennifórn til þægilegs ilms fyrir Drottni, og þar að auki matoffur og drykkjarfórn svo sem tilheyrir, og geithafur sem syndafórn.25Og presturinn forlíki fyrir allan söfnuð Ísraelssona, að þeim fyrirgefið verði, því yfirsjón var það; en þeir færa sína fórnargáfu, sem upptendrun, Drottni, og sína syndafórn fram fyrir Drottin, vegna sinnar yfirsjónar.26Og svo verður öllum söfnuði Ísraelssona fyrirgefið, og þeim útlenda sem býr á meðal þeirra; því hjá öllu fólkinu (skeði það) af yfirsjón.
27Og þegar einhvör einn syndgar af yfirsjón, svo komi sá með ársgamla geit til syndafórnar.28Og presturinn friði þá sál fyrir Drottni sem syndgaði af yfirsjón, gjöri forlíkun fyrir hana, að henni verði fyrirgefið,29fyrir þann innfædda meðal Ísraelssona og fyrir þann útlenda sem meðal þeirra býr; eitt lögmál skal fyrir yður vera, fyrir hvörn þann sem misbrýtur.30En hvör sá sem eitthvað aðhefst með upplyftri hendi (af ásetningi) innfæddur eða útlendur, sá hinn sami forsmáir Drottin, og hinn sama sál verði upprætt frá sínu fólki.31Því orð Drottins hefir hann forsmáð, og brotið hans boðorð; upprætast skal sú hin sama sál, hennar sekt hvílir á henni.
32Og á meðal Ísraelssynir voru í eyðimörkinni, fundu þeir mann nokkurn sem tíndi saman við á hvíldardeginum.33Og þeir sem fundu hann, þar sem hann var að tína viðinn saman, leiddu hann fyrir Móses og Aron og fyrir allan söfnuðinn.34Og þeir höfðu hann í varðhaldi; því það var ei úr því skorið hvað við hann skyldi gjöra.35Þá sagði Drottinn við Móses: maðurinn skal deyðast, allur söfnuðurinn skal grýta hann utan herbúðanna.36Þá leiddi allur söfnuðurinn hann út fyrir herbúðirnar og grýttu hann, svo hann dó, eins og Drottinn hafði boðið Móses.
37Og Drottinn talaði við Móses og mælti:38tala þú við Ísraelssonu, og seg þeim að þeir gjöri sér kögur á barm sinna klæða, fyrir þeirra niðja, og þeir skulu setja snúru af bláum purpura yfir kögrið á barminum.39Berið þetta sem kögur, að þér horfið á það, og munið til allra Drottins boðorða, og haldið þau, og ekki skyggnist um eftir yðar hjörtum og eftir yðar augum, að þér takið framhjá (mér) með þeim,40til þess þér munið og haldið öll mín boðorð, og séuð helgir yðar Guði.41Eg em Drottinn yðar Guð, sem hefi útleitt yður úr Egyptalandi, til þess að vera yðar Guð; eg em Drottinn yðar Guð.