Júdit höggur höfuðið af Hólofernes.

1En er frammorðið var orðið, hröðuðu þjónar hans sér í burt. Og Bagóas læsti tjaldinu að utanverðu, og læsti úti frá augliti síns herra þá sem við höfðu verið, og þeir gengu í sínar hvílur, því þeir voru allir þreyttir, því veislan hafði lengi staðið.2En Júdit var látin eftir vera í tjaldinu, og Hólofernes var út af dottinn á sína sæng; því hann var dauðadrukkinn.3Og Júdit hafði sagt sinni þernu að standa fyrir utan sitt svefnherbergi, og bíða sinnar útgöngu, eins og daglega, því hún hafði sagt að hún vildi ganga út til bænagjörðar; og við Bagóas hafði hún talað á sömu leið.4Þegar allir voru nú gengnir burt, og enginn maður var eftir orðinn í svefnherberginu, hvörki smár né stór, gekk Júdit að sinni sæng, og sagði í sínu hjarta: Drottinn Guð, allsmáttar, lít, á þessari stundu á verk minna handa Jerúsalem a) til sóma!5því nú er tækifærið að liðsinna þinni erfð, og fullkomna mitt áform, til tjóns þeim óvinum, er móti oss hafa risið.6Og hún gekk að rúmstuðlinum við höfðalag Hólofernes, og tók þaðan sverð hans,7og gekk að rúminu, og greip í hans höfuðhár og mælti: styrk mig, Ísraels Guð, á þessari stundu!8Og hún hjó tvisvar sinnum á hálsinn á honum af öllum mætti, og hjó af honum höfuðið.9Og velti hans líkama úr rúminu og tók flugnanetið af rúmsstuðlunum. Og strax þar eftir gekk hún út, og fékk þernu sinni Hólofernis höfuð.10Og hún lét það í sinn malpoka. Og þær gengu báðar út, eftir þeirra venju til bæna. Og þær gengu um herbúðirnar, og sneiddu fyrir dalinn, og gengu upp Betylúufjall, og komu að borgarhliðinu.
11Og Júdit kallaði álengdar til varðmanna borgarinnar: ljúkið upp, ljúkið þó upp hliðinu! Guð er með oss, vor Guð, til þess að sýna enn nú Ísrael (Jerúsalem) sinn mátt, og sitt veldi gegn óvinunum eins og hann hefir líka gjört í dag.12Og sem staðarmenn heyrðu hennar raust, flýttu þeir sér niður að hliði sinnar borgar, og heimtu saman öldunga staðarins.13Og allir komu, smáir og stórir, því þeim kom óvart að hún kom aftur; og þeir opnuðu hliðið, og tóku móti þeim, og kveiktu eld til birtu, og sló hring um þær.14En hún sagði við þá með hárri raust: lofið Guð, lofið Guð, sem ekki hefir dregið sína miskunn í hlé við Ísraelshús, heldur unnið á vorum óvinum á þessari nóttu með minni hendi.15Og hún tók höfuðið upp úr pokanum og sýndi það og mælti til þeirra: sjáið, höfuð Hólofernis æðsta hershöfðingja assyriska hersins, og sjá, flugnanetið, undir hvörju hann lá í drykkjuskapnum! Herrann vann á honum með kvenmannshendi.16Svo sannarlega sem Drottinn lifir, sem mig hefir varðveitt á mínum vegi, er eg fór: mitt andlit leiddi hann til hans eigin tjóns, og hann drýgði enga synd, með mér til flekkunar og vanvirðu.17Og fólkið varð aldeilis hissa og þeir beygðu sig og tilbáðu Guð, og sögðu einhuga: vegsamaður sért þú vor Guð, sem á þessum degi gjörðir að engu fjandmenn þíns fólks!18Og Osía mælti til hennar: blessuð sért þú, dóttir, af Guði þeim æðsta fram yfir allar konur á jörðinni, og vegsamaður sé Guð, Drottinn, sem skóp himin og jörð, og leiddi þig þangað til að sundurmola höfuð vorra óvina fyrirliða!19Því aldrei mun þín von (önnur eins von og þú hafðir) víkja úr hjörtum mannanna, sem muna að eilífu til Guðs liðsinnis.20Og láti Guð þér þetta snúast til eilífrar sæmdar, svo hann blessi þig með gæðum, fyrir það þú sparaðir ekki þitt líf þegar fólk þitt var í kröggum, heldur hljópst undir vort fall, og gekkst þann rétta veg fyrir vorum Guði. Og allt fólkið sagði: verði það (svo)! verði það (svo)!

V. 4. a. Jerúsal: aðrir lesa: Ísrael etc.