Þakkargjörð fyrir liðsinni.

1Hvörsu gleður það mig að Drottinn heyrir mína raust og mína auðmjúk bæn!2því hann hneigði sitt eyra til mín, alla mína daga vil eg hann ákalla.3Dauðans fjötrar umspenntu mig, grafarinnar angist var yfir mér; eg kenndi til ótta og hryggðar.4En eg ákallaði nafn Drottins, og sagði: Drottinn! frelsa þú mína sál!5Náðugur er Drottinn og réttlátur, og vor Guð miskunnsamur.6Drottinn varðveitir þá einföldu. Eg var aumingi hann frelsaði mig.7Vertu nú aftur róleg, mín sál! því Drottinn hefir gjört vel við þig.8Því hann frelsaði mig frá dauðanum, mitt auga frá gráti og minn fót frá falli.9Eg mun ganga fyrir Drottni á landi lifandi manna.10Eg trúði, þó eg segði: mikið verð eg að líða!11Eg sagði því eg var hissa: allir menn bregðast.12Hvörnig skal eg Drottni endurgjalda fyrir allar hans velgjörðir við mig.13Frelsisins bikar vil eg upplyfta a), og ákalla nafnið Drottins.
14Mitt heiti vil eg Guði greiða í augsýn alls fólksins.15Dýrmætur er fyrir Drottni dauði hans heilögu.16Heyr mig ó Drottinn! því eg em þinn þénari, sonur þinnar ambáttar, þú hefur leyst mín fjötur;17þér vil eg offra þakkarfórn og ákalla Drottins nafn.18Mitt heit vil eg Drottni greiða í alls fólksins augsýn,19í forgarðinum við Drottins hús, mitt í þér, Jerúsalem! Lofið Drottin.

V. 13. a. Halda þakklætisveislu í minning síns frelsis.