Sama ræðan.

1Ef þú snýr þér, Ísrael, til mín, segir Drottinn, svo muntu aftur koma heim (í landið), og ef þú snarar frá þér viðbjóðnum (goðunum), svo muntu ekki framar hrekjast;2og ef þú sver við Drottin sannlega, tilhlýðilega og réttvíslega: svo munu þjóðirnar hljóta blessan af honum, (Drottni), og hrósa sér af honum.4Því svo segir Drottinn til Júdamanna, og til Jerúsalem: plægið yður nýtt land, og sáið ekki milli þyrna! 4. Látið yður umskera fyrir Drottni, og burttakið yfirhúð yðars hjarta, þér menn af Júda og Jerúsalems innbúar! svo mín reiði brjótist ei út sem eldur og brenni óslökkvanlega sakir vonsku yðar athafna.
5Kunngjörið í Júda, kallið í Jerúsalem, og segið, og blásið í básúnu í landinu, kallið hátt og segið: heimtist saman, og látum oss fara í þær sterku borgir!6Setjið upp merki að Síon ávið, flýið, standið ei við! því með ólukku kem eg, að norðan, og mikið tjón.7Ljón kemur úr sínum runna, og þjóðanna eyðileggjari tekur sig upp, gengur fram af sínum stað, til að gjöra þitt land að auðn; þínar borgir verða eyðilagðar, og enginn býr í þeim.8Girðist því sekk, kvartið og veinið! því ekki snýr Guðs brennandi reiði frá oss.9Og það mun ske á þeim sama degi, segir Drottinn, að kóngurinn og höfðingjarnir munu missa hug, prestarnir skelfast, og spámennirnir verða hissa.
10Þá mælti eg: æ Herra, Drottinn! sannarlega hefir þú brugðist þessu fólki og Jerúsalem, þar þú sagðir: yður mun vel vegna, þar eð þó sverðið þrengir sér inn að sálinni!
11Á sama tíma mun þessu fólki og Jerúsalem sagt verða: brennandi vindur (kemur) frá hæðunum í eyðimörkinni, og stefnir á mitt fólk, hvörki til að vinsa né hreinsa.12Vindur, sterkari en því svari, mun frá mér koma: nú vil eg líka dóm á þá leggja.
13Sjá! eins og ský líður hann áfram, og hans vagnar eru líkir hvirfilbyl, fljótari en ernir hans hestar. „Vei oss, vér verðum eyðilagðir“!14Þvo þitt hjarta hreint, Jerúsalem, af illskunni, svo þú frelsist! hvörsu lengi skulu innra með þér búa illar hugsanir.15Því rödd segir tíðindi frá Dan, og boðar ólukku frá Efraimsfjalli.16Segið það fólkinu! sjá! kunngjörið það Jerúsalem: umsátursmenn koma úr framandi landi og láta sína raust glymja móti Júda stöðum.17Sem landverðir eru þeir allt um kring Jerúsalem; því hún var þverbrotin mér, segir Drottinn.18Þín breytni og þín verk hafa þér þetta bakað, það eru ávextir þinnar illsku, já, beiskt er það, gengur næst lífi þínu.
19„Mín innyfli, mín innyfli! mér er illt fyrir hjartanu, mitt hjarta iðar! eg get ekki þagað! því herlúðurshljóm heyrir þú, mín sál, og stríðsóp.20Tjón á tjón ofan er kallað; því allt landið verður eytt; sviplega verða mínar tjaldbúðir afmáðar, óvænt mínir tjalddúkar.21Hvað lengi skal eg sjá merkið, hvað lengi heyra herlúðursins hljóm?22„Því heimskt er mitt fólk, mig þekkir það ekki, fávísir synir eru þeir, og án skilnings; vit hafa þeir til að gjöra illt, en að gjöra gott kunna þeir ekki“.23Eg lít á jörðina, sjá! hún er í eyði og tóm, og til himins, og ekkert ljós er á honum.24Eg lít til fjallanna, og sjá! þau bifast, og allar hæðir ruggast.25Eg litast um, og sjá! þar er enginn maður, og allir fuglar himinsins eru burt fældir.26Eg lít í kringum mig, og Karmel(fjall) er eyðilagt, og allir þess staðir niðurbrotnir, fyrir augliti Drottins, fyrir hans brennandi reiði.
27Því svo segir Drottinn: auðn skal allt landið verða; samt vil eg ekki gjörsamlega gjöra út af við það.28Því syrgir landið, og himinninn upp yfir er dimmur, af því eg hefi talað það, ályktað það, og iðrast þess ekki, og mun ekki við það hætta.29Fyrir harki reiðmannsins og bogmannsins flýr hvör borg, þeir skríða inn í runnana, og stíga upp á hamrana; hvör borg er yfirgefin og enginn innbúi er í þeim.30Og þú niðurbrotna! hvað ætlar þú að gjöra? þó þú klæðir þig purpura, þó þú prýðir þig með gullskarti, og litir með farva þín augu: þú skrýðir þig til einskis; biðlarnir forsmá þig; þeir sitja um þitt líf.31Því eg heyri hljóð, eins og jóðsjúkrar konu; angistarvein, eins og þeirrar, sem í fyrsta sinn fæðir, raust dótturinnar Síon: hún stynur með útréttum höndum: „vei mér! mín sál, vanmegnast fyrir morðingjunum.“

V. 2. Við Drottin; hebr. Drottins líf.