Önnur ræða lík þeirri fyrri.

1(Þetta er) það orð, sem kom frá Drottni til Jeremías, og sagði:2gakk í dyr Drottins húss, og úthrópa þar þessi orð og seg: heyrið orð Drottins, allir af Júda, sem gangið inn um þessar dyr, að tilbiðja frammi fyrir Drottni!3Svo segir Drottinn herskaranna, Ísraels Guð: bætið yðar breytni og yðar athæfi, svo vil eg lofa yður að búa á þessum stað.4Reiðið yður ekki á lygatal, þá menn segja: þetta er musteri Drottins, musteri Drottins, musteri Drottins!5Því ef þér bætið yðar breytni og athæfi, ef þér iðkið réttvísi hvör við annan,6undirþrykkið ei útlending, munaðarleysing né ekkju, úthellið ei saklausu blóði á þessum stað, aðhyllist ei aðra Guði yður til tjóns:7þá læt eg yður búa á þessum stað, í landinu, sem eg hefi gefið yðar feðrum frá eilífð til eilífðar.8Sjá! þér reiðið yður á lygatal, sem ekki stoðar.9Þér stelið, myrðið, hórist, sverjið meinsæri, gjörið reyk fyrir Baal, aðhyllist aðra guði, sem þér ekki þekkið;10og svo komið þér, gangið fyrir mitt auglit í þessu húsi, sem nefnt er eftir mínu nafni, og hugsið: „óhætt er oss þó vér aðhöfumst alla þessa svívirðingu“.11Er þá þetta hús, sem nefnt er eftir mínu nafni, orðið morðingjabæli fyrir yðar augum? þetta hefi eg líka séð, segir Drottinn.
12Því farið nú til míns bústaðar, sem var í Síló, hvar eg forðum lét mitt nafn búa, og sjáið hvað eg hefi gjört við hann, sakir vonsku míns fólks Ísraels!13og þar eð þér nú aðhafist allt þetta, segir Drottinn, og eg hefi þó talað við yður frá því snemma morguns, (seint og snemma) hafið þér ekki hlýtt, og þó eg hafi kallað yður, hafið þér ekki svarað:14Svo fer eg með húsið sem nefnt er eftir mínu nafni, og sem þér treystið á, og með landið sem eg hefi gefið yður, og yðar feðrum, eins og eg fór með Síló,15og útskúfa yður frá mínu augliti, eins og eg hefi útskúfað öllum yðar bræðrum, Efraimsniðjum.16En bið þú ekki fyrir þetta fólk, og upphef ei fyrir það bæn og grátbeiðni, og legg þú ekki að mér; því eg heyri þig ekki.17Sérðu ekki það sem þeir aðhafast í Júda stöðum, og á Jerúsalems strætum?18Börnin tína saman við, og feðurnir kveikja eld, og konurnar hnoða deig, til að gjöra himinsins drottningu köku, og færa þakkarfórn framandi guðum, til að stríða mér.19En stríða þeir mér, segir Drottinn, ekki sjálfum sér, til sneypu eigins andlits?
20Því segir Herrann, Drottinn, svo: sjá! mín reiði og grimmd skal sér úthella yfir þennan stað, menn og fénað, yfir tré landsins, og ávexti akursins, og hún skal loga og ekki slokkna.21Svo segir Drottinn herskaranna, Ísraels Guð: bætið brennifórninni við sláturfórnina, og etið kjöt!22Því ekki talaði eg við yðar feður, og ekki bauð eg þeim, þá eg flutti þá burt af Egyptalandi (neitt) um brennifórn og sláturfórn;23heldur bauð eg þeim þetta, og sagði: heyrið mína raust! svo skal eg vera yðar Guð, og þér skuluð vera mitt fólk og gangið algjörlega á þeim vegi sem eg mun bjóða yður, svo yður vel vegni.24En þeir heyrðu ekki, og lögðu ekki við eyrun og gengu eftir ráðum og þverlyndi síns vonda hjarta, og sneru við mér bakinu og ekki andlitinu.25Frá þeim degi, að yðar feður fóru burt úr Egyptalandi, allt til þessa dags, sendi eg til yðar alla mína þjóna, spámennina, daglega snemma morguns.26En þeir heyrðu mig ekki, lögðu ekki við eyrað, og voru harðsvíraðir; og breyttu enn verr en feður þeirra.27Og þó þú talir við þá öll þessi orð, svo munu þeir ekki heyra þig; og þó þú kallir til þeirra, svo ansa þeir þér ekki.28Þá skaltu samt segja til þeirra: þetta er það fólk, sem ekki heyrir raust Drottins síns Guðs, og tekur engri umvöndun; horfin er sannleikurinn og afmáður úr þeirra munni.
29Sker af þér hárið (Jerúsalem)! og kasta því á jörðina, og upphef þitt kvein á hæðunum, því Drottinn hefir burtkastað og útskúfað þeirri kynslóð sem hann reiddist.30Því Júdasynir gjörðu það, sem illt er í mínum augum, segir Drottinn; þeir settu sín viðbjóðslegu goð í það hús, sem nefnt var eftir mínu nafni, til þess að saurga það.31Og þeir byggðu Tófetshæð í dal Hinnomssona, til þess að brenna sína syni og dætur í eldi, sem eg hefi ekki boðið og mér hefir ekki í hug komið.32Sjáið því, dagar koma, segir Drottinn, þá menn ei munu kalla það Tófet, né dal Hinnomssona, heldur Drápsdal, og menn munu jarða í Tófet, af því pláss vantar.33Og líkamir þessa fólks munu verða æti himinsins fugla og landsins dýra, og enginn mun þau burtfæla.34Og enda gjöri eg í Júda stöðum og Jerúsalems strætum, á gleði raust og fögnuði, raust brúðgumans og brúðurinnar; því að rústum skal landið verða.

V. 21. Færið mér enga brennifórn, etið allt sjálfir. V. 31. Tófet, (hrákastaður) sem verðskuldar að hrækt sé á. Á þessum stað voru afguðir mikið dýrkaðir.